Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 61

Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 61
2. mynd. Horft úr lofti austur yfir Vatnsdalshóla, Vatnsdalsfjall og fjœrst sjást Langa- dalsfjöll. - View of Vatnsdalshólar from west. LjósmJphoto: Agúst Guðmundsson. ýmissa leiða til að greiða berghlaupinu för svo langa leið, svo sem að vatn hafi verið í dalbotninum til að „Iétta berghlaupinu flugið“. Ólafur nefnir að þegar horft sé á Vatnsdalshóla úr lofti megi sjá að þeir eru nokkuð aðgreindir í spildur af skorum eða dölum er horfa í hlaupstefnuna. Mið- spildan er mest og samfelldust. Þar eru hólarnir flatir að ofan, með skörpum jöðr- um og aðgreindir af tiltölulega beinum, sprungulöguðum skorum. Ólafur telur að miðbikið geti verið úr nokkuð samfelldri bergfyllu, sem hafi þó gliðnað nokkuð og sprungið eftir að hún staðnæmdist. Þótt ytra borð hólanna sé nú orðið mestmegnis smágerður mulningur, standa þó víða út úr þeim berghleifar, og bergkjarnar koma í ljós ef eitthvað er við þeim rótað. Ólafur getur þess að Jakob H. Líndal hafi talið sig íinna á tveimur stöðum jökulnúið berg innan hólanna svo gera megi ráð fyrir að þeir séu víða þunnir. Ólafur telur að hlaupið hafi farið mjög hratt og að ekki þurfi að leita neinna langsóttra skýringa varðandi hlaupið, svo sem þeirra að það hafi hlaupið á jökli yfir dalbotninn eða að háfjallajökull hafi verið með í för (Berghlaup, bls. 402). ■ athuganir höfundar Minnugur orða Jakobs Líndals hef ég oft komið við í Vatnsdalshólum og notið þeirra sérstæðu náttúru. Ýmislegt hefur mér ekki þótt ganga upp í berghiaupa- kenningum Jakobs og þeirra er síðar hafa tekið undir þær. Sér í lagi hafa stungið í augu miklar frostveðraðar urðir uppi í Vatnsdalsfjalli, því sumar þeirra líkjast greinilega urðarjöklamyndunum. í djúpum giljum í hlíðinni ofan við Flóðið má sjá greinilega hallandi lagskiptingu í skriðuf- eldi hlíðarinnar, en slíkt ætti ekki að vera áberandi í berghlaupsseti. Sama er að sjá utar í hlíðinni upp af Hnausum. Þar er reyndar skeifulaga garðmyndun úr fínefna- ríkri urð sem varla verður skýrð á annan hátt en að jökultunga hafi lafað þar niður hlíðina, og á eldri stigum gæti hún hafa náð niður að Hnausatjörn. Hliðstæð en þó daufari ummerki jökla í suðurhlíðum Vatnsdalsfjalls má sjá í grennd við Bjarnastaði. Hólarnir vestan við Flóðið hafa þó löngum valdið mér heilabrotum. A loft- myndum má sjá að meginhluti þeirra lítur út eins og kúptur ás sem er skorinn sundur 55

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.