Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 63

Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 63
4. mynd. Hlíðar Vatnsdalsfjalls ofan við bœinn Hjallaland. Ofan við bœinn er gil þar sem sést í berglög seni hallar bratt niður í Vatnsdalinn. Til hœgri eru þykk smástuðluð hraunlög er mynda Hjallann í Vatnsdal. Þau lög liggja láréttar og sýnast hafa fyllt upp í öskju. Á bak við bœjarhúsin sést í ný- legar skriður, en skriðuföll eru afar tíð úr hlíðum Vatnsdals- fjalls. - Slopes of Vatnsdals- fjall at the Hjallaland farm. Above the farm is a gully where steep dipping lavas are ex- posed. Ljósm./photo: Ágúst Guðmundsson. berg væri að ræða. Norðan við bæinn Vatnsdalshóla er líparítsvæði þar sem uppistaða hólanna sýnist vera á mörkum þess að vera í föstum berggrunni. Auk þess er mikið um bergganga sem telja má af þrennum toga. Líparítið er víða frauð- kennt og feyskið en einnig eru þar þéttar kristallaðar bergstrýtur, svo heillegar að vafasamt er að ætla að þær séu tilfluttar. Segulmælingar á þessum líparítkleggjum gáfu daufa svörun en þó jafnan veika „rétta“ segulstefnu. Gangar, sem stefna nær N-S, eru víða í líparítkleggjunum og eru með greinileg samsíða blöðrubelti sem liggja lóðrétt. Þessir gangar mældust allir hafa „rétta“ segulstefnu. Aðrir hliðstæðir gangar með samsíða blöðrubeltum, er hallar mikið til ýmissa átta, reyndust einnig hafa „rétta” segulstefnu. Þriðja gerð bergganga er allt öðru vísi að innri gerð en hinir fyrrnefndu, þéttara berg, stuðlagerð öðruvísi og hallar þeim með litlum bratta niður til austurs. Þessir gangar mældust hafa „öfuga“ segulstefnu. Segulmæling- arnar benda fremur til þess að á umræddu svæði sé bergið nærri upphaflegri stöðu, eins og það storknaði fyrir nokkrum milljónum ára, en ekki umturnað í skriðu- hlaupi. Af ofansögðum athugunum ræð ég að miðhluti hólanna (að því marki sem þeir mynda flatvaxna sundurskorna bungu) sé að mestu gerður úr lagmyndaðri líparít- sambreyskju, hliðstæðri þeirri sem sjá má 5. mynd. Gedduhryggir nefnast bratt hallandi berglög í hlíðinni ofan við Hvamm í Vatnsdal. Greinilega sést livernig lögin hafa sveigst niður í Vatnsdalinn og undir smástuðluðu lögin sem mynda Hjallann lengst til vinstri. - Steep dipping lavas above the Hvammur farm in Vatnsdalur. Left are less dipping lavas which may be a part of a caldera filling. Ljósm./photo: Agúst Guðmundsson. 57

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.