Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1997, Síða 64

Náttúrufræðingurinn - 1997, Síða 64
á löngu belti í um 450-550 m y.s. í utan- verðu Vatnsdalsfjalli, gegnt norðurenda Vatnsdalshóla. Sú líparítsambreyskja er gegnumskotin af berggöngum, hliðstæð- um þeim sem eru niðri í Vatnsdalshólum. Sunnar taka við mikil líparítlög ofarlega í hlíðum Vatnsdalsfjalls og má sjá þau lög síga í stöllum í samsíða misgengjum niður til vesturs. Auk þess er staðbundinn mikill vestlægur jarðlagahalli í vesturhlíð fjalls- ins og þar lækka bergspildurnar niður í dalinn. Bratt hallandi berglög í Geddu- hryggjum ofan við Hvamm í Vatnsdal benda þar að auki til þess að stórkostlegt sig hafi orðið á bergspildum vestur og niður í dalinn. I giljum í hlíðum Vatns- dalsfjalls upp af bænum Hjallalandi, sem stendur nokkru innan við Flóðið, má sjá hvernig berglögum fjallsins hallar bratt til suðvesturs að öskjunni sem geymir þykk kubbabergslög í Hjallanum í Vatnsdal. Kubbuð og smástuðluð berglög sömu gerðar er að sjá í Hnjúknum innan við Flóðið. Þetta bendir til að bergspildurnar sunnan Vatnsdalshóla hafi sigið stór- kostlega niður til vesturs frá því sem er í fjallinu. Leifar af fornri megineldstöð ganga inn í Vatnsdalsfjall og í slíkum megineld- stöðvum er algengt að finna mikil ketilsig. Af ummerkjum að dæma er ketilsig Vatns- dalseldstöðvarinnar niðri í Vatnsdal en fjallið í austurbarminum. Allt þetta bendir til þess að sömu súru bergsyrpurnar og sjást hátt uppi í Vatnsdalsfjalli séu komnar niður á láglendi í vestanverðum Vatnsdal og eru þær ef að líkum lætur allar brotnar og bramlaðar í nágrenni öskjumyndunar- innar. I Vatnsdalshólum eru mismunandi far- vegir eða ílangar dældir og skurðir sem geyma augljós merki eftir mikið vatns- rennsli. Mest áberandi eru vatnsfarvegir í norðvestanverðum hólunum, í grennd við hringveginn nærri Þrístöpum. A þeim slóð- um ereins og vatnsrof hafi myndað dalverpi inn í hólana í átt að mest áberandi far- veginum sem sker þá. Sumir dýpri vatns- farvegirnir virðast fylgja sprungumynstri í berggrunni en aðrir eru óreglulegir. Vatnsdalsfjall rís hátt austan við Vatns- dalinn og því er eðlilegt að ætla að fjallið hafi haft áhrif á myndun Vatnsdalshóla. Efri hluti Vatnsdalsfjalls hefur sterk einkenni frostveðrunar eins og algengt er um fjöll þar sem sífreri er til staðar. Þessi einkenni birtast skýrast í þykkum frost- veðruðum urðartungum, sem nefnast urðarjöklar (rock glaciers), þar sem blanda af ís og frostveðraðri urð silast undan halla. Þessi fyrirbæri myndast á löngum tíma, þ.e. mörg hundruð til mörg þúsund árum. A tveimur stöðum uppi á Vatns- dalstjalli eru þessar urðir mestar og skrið- form þeirra skýrust. Annars vegar í skálum norðan við Jörundarfell og ofan við bæinn Hjallaland og hins vegar uppi af Flóðinu og Vatnsdalshólum. Sjá má nokkur misaldra stig í framskriði urðartungnanna; sumar eru endasleppar á klettabrúnum hátt uppi í fjallinu en aðrar hafa ekki náð fram á brúnir heldur stöðvast í mjúklega bogadregnum „loppum” ofan við megin- brattann. Þar sem sést í þverskurð í fram- brún urðartungnanna kemur í ljós að þær eru samsettar úr tveimur lögum, efra lag úr grjótríku efni og neðra lag, miklu ríkara af fínefni. Þessi einkenni eru talin vera ein- hver skýrustu einkenni á innri gerð urðarjökla, auk sérstæðra mishæðóttara yfirborðsmyndana. Samkvæmt samanburði við önnur fjalla- svæði á Islandi, sérstaklega á útkjálkum, má telja að veðrunarformin á Vatnsdalsfjalli bendi til þess að efri hluti fjallsins, gegnt Flóðinu og Hnúknum í Vatnsdal, hafi staðið ofan jökuls langtímun saman á síðasta jökulskeiði. A þeim tíma hafi frost losað mikið efni sem mjakaðist fram á brúnir fjallsins og niður í hlíðarnar. Þegar urðirnar koma niður í aukinn bratta verða þær óstöðugar og alþekkt er að við miklar rigningar blotna slík laus jarðlög upp og aurskriður falla niður hlíðar. Sérstaklega örvast þessi þáttur þegar ís bráðnar úr urðinni og hún verður vatnsósa af þeim sökum. Á þennan hátt hafa umtalsverðar aurskriður getað runnið hver eftir aðra út á jökulsporð sem lengi var að jagast við Vatnsdalshóla. Þekkt eru áþekk dæmi um 58

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.