Náttúrufræðingurinn - 1997, Síða 69
UNDRAVEROLD
HAFDJÚPANNA VIÐ ÍSLAND
Jörundur Svavarsson og Pálmi Dungal
Mál og menning, 1996,
120 bls.
Bókin er 120 síður í nokkuð breiðu broti og
skiptist í 11 kafla. Fyrstu tveir kaflarnir
fjalla almennt um lífverur í sjó, lífsskilyrði
þeirra og búsvæði. Aðrir kaflar fjalla um
einstakar fylkingar eða hópa dýra, frá
svömpum til fiska. Nálægt 34 fylkingar
eiga fulltrúa í sjó, en hér eru valdar úr
nokkrar sem eiga fulltrúa í lífríki grunn-
sævis. Bókin er prýdd 93 litmyndum sem
eru allar teknar neðansjávar. Aftast í bók-
inni er listi yfir nöfn á þeim dýrum sem
fjallað er um og tilgreind fræðiheiti tegund-
anna og að lokum er skrá yfir heimildir og
ítarefni fyrir þá sem „vilja fræðast nánar
um einhver tiltekin atriði". Breidd bókar-
innar er lítið eitt meiri en hæðin, eins og
algengt er um myndabækur nú á dögum,
enda skipa myndir veigamikinn sess í
þessari bók. Texti er í tveimur dálkum og er
tiltölulega breið spássía notuð fyrir mynda-
texta. Jörundur Svavarsson skrifaði textann
en Pálmi Dungal tók myndirnar.
I formála segir að tilgangur bókarinnar sé
að „gefa almenningi kost á að kynnast
nokkru af leyndardómum sjávarins við
Island“. Mest áhersla er lögð á grunnsævis-
dýr sem ljósmyndirnar eru af, en „einnig er
nokkuð fjallað um dýr sem lifa á djúpslóð
því lfklegt er að fyrir augu sjómanna beri
ýmislegt sem forvitnilegt er að kynnast
betur“.
Mikill fengur er að þessu riti fyrir þá sök
að lítið hefur verið skrifað um dýralíf sjávar
við Island í bókum fyrir almenning. Braut-
ryðjandaverk á því sviði var bók Bjarna
Sæmundssonar „Sjórinn og sævarbúar“
sem kom út 1943. Síðan hún var gefin út
hefur mikið vatn runnið til sjávar. Stór-
stígar framfarir hafa orðið á þekkingu
okkar í sjávarlíffræði. I Norðurhöfum hafa
m.a. verið gerðar umfangsmiklar rann-
sóknir á botndýrum umhverfis Færeyjar
og Island. Jörundur hefur tekið virkan
þátt í þessum rannsóknum og vitnar oft til
niðurstaðna úr þeint í bókinni.
Til að handbók sem þessi komi að
fullum notum er mikilvægt að í henni sé
gott efnisyfirlit og helst einnig góð atrið-
isorðaskrá. Engin atriðisorðaskrá er í bók-
inni og efnisyfirlit, sem er fremst í
bókinni, er mjög ruglingslega fram sett.
Ýmist eru blaðsíðunúmer framan eða
aftan við kaflaheiti og allt rennur saman í
einn graut. Kaflafyrirsagnir inni í bókinni
eru einnig óskýrar og sjást illa. Oft áttaði
ég mig ekki á því í lestrinum hvenær ég
var kominn í nýjan kafla.
Þegar fjallað er um jafnviðamikið efni
og hér er ráðist í, er óhjákvæmilegt að oft
þurfi að velja eitt umfram annað. Valið
ÁF NÝjUM BÓKUM
hefur oftast lánast vel en þó ekki alltaf.
Botnþörungar eru t.d mest áberandi líf-
verur á hörðum botni á grunnsævi (0-30
m dýpi), en um þá er ekki fjallað utan að
lítillega er minnst á þara í texta. Af ein-
hverjum ástæðum er fjallað talsvert meira
um svifþörunga, lifnaðarhætti þeirra og
æxlun. Botnþörungar eru þó sjáanlegir
með berum augum og myndir af nokkrum
eru í bókinni.
Jörundur hefur lipran stíl og í umfjöllun
sinni um lifnaðarhætti, fæðu og æxlun
dýra kemst hann á flug. Frásögnin er
lifandi og skemmtileg aflestrar og full af
fróðleik. Það lífgar einnig upp á textann
að lesa um ævintýri Gvendar Jóns og
félaga með dýrunum sem þeir fundu í
fjörunni. Það er kostur við þessa bók fyrir
almenning að texta er ekki íþyngt með
fræðiheitum tegunda. En jafnframt er það
til þæginda fyrir þá sem vilja afla sér
meiri upplýsinga um dýrin að hafa lista
með fræðiheitunum aftast.
63