Náttúrufræðingurinn - 1980, Síða 8
skapa liins vegar góöa festu uns ójöfn-
urnar eru fenntar í kaf.
Þegar ójöfnur hefur fennt í kaf ræður
styrkur lagmóta í snjóþekjunni mestu
um festu hennar því ef þekjan brestur
gerist það vanalega um veikustu lag-
mótin. Sem dæmi um veikburða lagmót
má nefna djúphrím, vatnsósa snjó og
mörk lausasnjós og skara (hjarns). Ef
þurr snjór fellur á harðfenni (eða frosna,
auða jörð) fær snjólagiö lélega festu og
hætta getur verið á lausasnjóflóðum ef
halli lands er nægur. Falli hins vegar
votur snjór á frosið yfirborð frjósa sam-
skeytin og steypast saman og snjólagið
fær góða festu. Sama gildir ef þurr snjór
fellur á blautt yfirborð. En þá er hins
vegar nokkur hætta á að djúphrím geti
myndast með tímanum og lagmótin
veikst. Loks má nefna, að leggi vind-
barða fleka ofan á lausasnjó er hætta á
að holrúm myndist undir flekunum,
vegna þess að lausasnjórinn sest hraðar
en hin vindbarða snjóþekja. Flekahlaup
geta orðið þegar slíkt holrúm fellur
saman.
Spennur í snjóþekju
Spennur myndast vegna hreyfinga í
snjóþekjunni. Um leið og hin einstöku
snjókorn ummyndast og verða kúlulaga
sest snjórinn, rúmmál hans minnkar og
eölismassinn vex. En einnig sígur snjór-
inn undan eigin fargi niöur fjallshlíðina,
formbreytist, þ. e. a. s. breytir um lögun,
vegna skerspennu. Hraði snjókornanna
er mestur efst í þekjunni og minnkar er
nær dregur botni (5. mynd). Þess vegna
skapast skerspenna í þekjunni, sem
reynir á hin einstöku lög, lagmót og
samskeytin við botn. Því þykkari sem
snjóþekjan er því meiri er þessi sker-
spenna. Hún vex einnig með auknum
5. mynd. Heildarhreyfing snjóþekju staf-
ar af sigi hennar og rennsli eftir botni.
halla fjallshlíðar. Ef veikburða lög þola
ekki þessa spennu bresta þau og snjóflóð
geta fallið.
Auk þessarar hreyfingar rennur snjó-
þekjan í heild hægt niður eftir botni.
Rennslið er háð halla hlíðarinnar og
hrjúfleika við botn. Heildarhreyfing
þekjunnar stafar því af sigi og rennsli.
Þar sem halli og hrjúfleiki og þykkt
snjóbreiðu eru breytileg í fjallshlíð er
hraðinn einnig mismunandi frá einum
stað til annars (6. mynd). Hin ójafna
hreyfing veldur spennum í snjóbreið-
unni, — togspennum yfir bungum en
samþjöppun í dældum. Á sléttum fleti
neðan við ójöfnur myndast einnig tog-
spennur. Þar sem togspenna myndast
getur snjóþekjan rifnað eftir hlíðinni og
lóðrétt sprunga myndast, sem nær niður
á botn eða lagmót. I dældum, þar sem
þekjan er pressuð saman, er hún stöðug
nema snjórinn sé mjög blautur.
262