Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1980, Page 14

Náttúrufræðingurinn - 1980, Page 14
TAFLA II. Þrýstingur tonn/m2 Líklegt tjón 0.1 Rúður brotna, hurðir laskast. 0.5 Hurðir falla af stöfum. 3 Húsveggir eyðileggjast. 10 Hús færast af grunni. 100 Járnbent steinsteypuhús sópast burt. ast með straumnum og skella á hindr- anir. Þess eru einnig dæmi að fólk hefur kafnað undan eins fets þykkum snjó. Skriðlengd snjóflóða Annað mikilvægt atriði í sambandi við snjóflóðahættu er að átta sig á hve langt flóðin skríða niður í fjallshlíðar. Flóðin stöðvast þegar núningskraftar hafa eytt hreyfiorku þeirra. Skelli flóð hins vegar á fullu skriði á hindrun skríða þau upp eftir henni og stöðvast ekki fyrr en hreyfiorkan hefur breyst í stöðuorku og núningstap. Mat á þeirri hæð, sem flóð getur skriðið upp, er því h = v2/2g, þar sem v er hraði flóðsins og g er þyngdarhröðunin (9.8 m/s2). Sem dæmi má taka að við hraða 10 m/s (eða 36 km/klst.) myndi snjór geta skriðið upp 5 m háar hindranir og flæða yfir þær ef þær væru lægri. Áður var að því vikið að við þennan hraða má reikna með því að flóðið skylli á hindrunina með há- marksþrýstingi 3 t/m2 ef eðlismassi snjósins væri p = 300 kg/m3. Algengustu fallbrautir flóða eru i giljum og gljúfrum og þær brautir eru að jafnaði lengstar því að þar er snjór dýpstur og hraði flóðanna mestur. Þeg- ar flóð fellur niður opnar hlíðar er skriðlengdin venjulega styttri en þegar það fellur í afmörkuðum brautum eins og giljum. Lögun upptakasvæðis og fallbrautar ræður miklu um hraða flóðsins og hve langt það berst uns það stöðvast í snjó- flóðstungunni. Þrengist rásin er neðar dregur vex hraðinn við það. Við gróft mat á skriðlengd flóða er oft reiknað með joví, að lárétt fjarlægð frá upptökum sé þreföld fallhæð flóðsins frá upptökunum. Sjónarhorn frá broddi flóðstungunnar til upptakasvæðisins er því um 18°. Fræðilegt mat á hraða snjóflóða og þar með skriðlengd þeirra fellur utan við ramma jsessarar greinar. Skipting lands í hœttusvœði Æskilegt væri að draga útlínur stærsta hugsanlega svæðis, sem snjóflóð geta fallið yfir, og lýsa það hættusvæði og banna þar allar byggingafram- kvæmdir. Þetta er góð meginregla en i framkvæmd er ekki unnt að forðast al- gerlega snjóflóðasvæði. Þess vegna verður að meta nánar hver hættan er á hinum ýmsu hlutum snjóflóðasvæða, taka ákvörðun urn hvaða hættu menn geti sætt sig við og meta hvers kyns framkvæmdir megi leyfa á hinum ýmsu svæðum. Af yfirlitinu um líklegt tjón af völdum snjóflóða sést að alls engar byggingar skyldi reisa á svæðum þar sem jDrýstingur flóðs getur orðið meiri en 3 t/m2. Víða erlendis er landi skipt í fjögur eftirtalin svæði á grundvelli mats á tíðni flóða og þrýstings í þeim: 1. Rautt svæði. Þar eru líkur á að flóð með þrýstingi yfir 3 t/m2 falli að meðaltali oftar en á 300 ára fresti eða flóð með minni |uýstiáraun oftar en á 30 ára fresti. Algert bann er við 268

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.