Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1980, Qupperneq 14

Náttúrufræðingurinn - 1980, Qupperneq 14
TAFLA II. Þrýstingur tonn/m2 Líklegt tjón 0.1 Rúður brotna, hurðir laskast. 0.5 Hurðir falla af stöfum. 3 Húsveggir eyðileggjast. 10 Hús færast af grunni. 100 Járnbent steinsteypuhús sópast burt. ast með straumnum og skella á hindr- anir. Þess eru einnig dæmi að fólk hefur kafnað undan eins fets þykkum snjó. Skriðlengd snjóflóða Annað mikilvægt atriði í sambandi við snjóflóðahættu er að átta sig á hve langt flóðin skríða niður í fjallshlíðar. Flóðin stöðvast þegar núningskraftar hafa eytt hreyfiorku þeirra. Skelli flóð hins vegar á fullu skriði á hindrun skríða þau upp eftir henni og stöðvast ekki fyrr en hreyfiorkan hefur breyst í stöðuorku og núningstap. Mat á þeirri hæð, sem flóð getur skriðið upp, er því h = v2/2g, þar sem v er hraði flóðsins og g er þyngdarhröðunin (9.8 m/s2). Sem dæmi má taka að við hraða 10 m/s (eða 36 km/klst.) myndi snjór geta skriðið upp 5 m háar hindranir og flæða yfir þær ef þær væru lægri. Áður var að því vikið að við þennan hraða má reikna með því að flóðið skylli á hindrunina með há- marksþrýstingi 3 t/m2 ef eðlismassi snjósins væri p = 300 kg/m3. Algengustu fallbrautir flóða eru i giljum og gljúfrum og þær brautir eru að jafnaði lengstar því að þar er snjór dýpstur og hraði flóðanna mestur. Þeg- ar flóð fellur niður opnar hlíðar er skriðlengdin venjulega styttri en þegar það fellur í afmörkuðum brautum eins og giljum. Lögun upptakasvæðis og fallbrautar ræður miklu um hraða flóðsins og hve langt það berst uns það stöðvast í snjó- flóðstungunni. Þrengist rásin er neðar dregur vex hraðinn við það. Við gróft mat á skriðlengd flóða er oft reiknað með joví, að lárétt fjarlægð frá upptökum sé þreföld fallhæð flóðsins frá upptökunum. Sjónarhorn frá broddi flóðstungunnar til upptakasvæðisins er því um 18°. Fræðilegt mat á hraða snjóflóða og þar með skriðlengd þeirra fellur utan við ramma jsessarar greinar. Skipting lands í hœttusvœði Æskilegt væri að draga útlínur stærsta hugsanlega svæðis, sem snjóflóð geta fallið yfir, og lýsa það hættusvæði og banna þar allar byggingafram- kvæmdir. Þetta er góð meginregla en i framkvæmd er ekki unnt að forðast al- gerlega snjóflóðasvæði. Þess vegna verður að meta nánar hver hættan er á hinum ýmsu hlutum snjóflóðasvæða, taka ákvörðun urn hvaða hættu menn geti sætt sig við og meta hvers kyns framkvæmdir megi leyfa á hinum ýmsu svæðum. Af yfirlitinu um líklegt tjón af völdum snjóflóða sést að alls engar byggingar skyldi reisa á svæðum þar sem jDrýstingur flóðs getur orðið meiri en 3 t/m2. Víða erlendis er landi skipt í fjögur eftirtalin svæði á grundvelli mats á tíðni flóða og þrýstings í þeim: 1. Rautt svæði. Þar eru líkur á að flóð með þrýstingi yfir 3 t/m2 falli að meðaltali oftar en á 300 ára fresti eða flóð með minni |uýstiáraun oftar en á 30 ára fresti. Algert bann er við 268
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.