Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1980, Page 17

Náttúrufræðingurinn - 1980, Page 17
lokar sveitin einnig flóðasvæðinu fyrir ónauðsynlegri umferð. d) Björgunarsveitir og sjúkraliðar. Um starf þeirra verður ekki fjallað hér. Loks má nefna að víða erlendis eru sérþjálfaðar sveitir manna, er hleypa niður hættulegum snjóhengjum með einhvers konar sprengingum, t. d. er skotið á þær með sprengivörpu og fall- byssu eða dýnamit er grafið í fönn og tendrað úr fjarlægð. Við þessi störf þarf að gæta mikillar varúðar og aldrei skyldi sprengja niður hengjur yfir byggð því að mjög erfitt er að dæma um hve stórt snjóflóð kann þá að falla. Varnaraðgerðir til frambúðar Á þéttbýlissvæðum, þar sem íbúðar- hús standa inni á hættusvæðum, er eðlilegt að fram komi óskir um varnar- aðgerðir til frambúðar í stað þess að grípa þurfi til rýmingar í hvert sinn sem snjóflóðahætta vofir yfir. Sama gildir um fjölfarna vegi. Menn sætta sig aðeins við að þeim sé lokað í skamman tíma. Þegar velja skal milli skammtímavarna og varna til frambúðar koma hins vegar inn margvísleg vandamál, sem eru ekki síður pólitísks en tæknilegs eðlis. Taka þarf ákvörðun um hve mikla áhættu er unnt að sætta sig við og ákveða aðferðir til þess að meta þörfina fyrir varnar- virki, auk þess sem meta þarf kostnað. Varnarvirki eru i mörgum tilfellum mjög dýr en þau geta dregið afar mikið úr hættu þótt ekki sé ráðlegt að reikna með því að þau geti komið algerlega í veg fyrir hana. Ekki ætti þó að hika við að leggja í mikinn kostnað ef þörf krefur. Ofullnægjandi varnarvirki geta valdið stórskaða. Þau skapa falskt öryggi og 9. mynd. Grindur ofan við bæinn Davos í Sviss. (Frá M. Schild 1972). 271

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.