Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1980, Page 46

Náttúrufræðingurinn - 1980, Page 46
ná fótfestu með tegundinni á kostnað arfgerða sem minna mega sín í þessu tilliti. Þetta er náttúruval. Að því til- skildu að ný arfgeng afbrigði skjóti stöðugt upp kollinum innan tegundar- innar er skiljanlegt að náttúruval geti smám saman valdið miklum breyting- um á arfgerð hennar og eiginleikum. Loks getur svo farið að ný tegund eða tegundir komi fram. Darwin þekkti ekki orsakir arfgenga breytileikans sem hann gerði ráð fyrir í kenningu sinni, enda var þekking líffræðinga á erfðum lítil sem engin jaegar þróunarkenningin var fyrst kunngerð. Engin líffræðikenning hefur haft jafn víðtæk áhrif og þróunarkenningin. Áhrifa hennar hefur eins og kunnugt er ekki einungis gætt innan líffræðinnar sjálfrar heldur einnig á hinum margvís- legustu sviðum mannlegrar j^ekkingar og viðleitni. Það var líka um miðja nítjándu öld að menn fóru fyrir alvöru að beita efna- fræðilegum og eðlisfræðilegum aðferð- um við rannsóknir á lífverum. Þá hefst tími tilraunalíffræðinnar. Fram til þessa hafði líffræðin að mestu verið fræðigrein athugandans. Liffræðingar höfðu yfir- leitt látið sér nægja þær tilraunir sem náttúran sjálf hafði gert. Ýmsar hefð- bundnar greinar líffræðinnar urðu reyndar fyrir litlum áhrifum af hinum nýju rannsóknaraðferðum. Því fer upp úr jjessu að gæta tvískiptingar innan líffræðinnar. Annars vegar voru fræða- svið athugandans þar sem lífveran var enn sem fyrr rannsökuð í heild, annað hvort ein út af fyrir sig eða sem hluti af stofni eða tegund. Þannig mátti t. d. flokka dýr og plöntur, rannsaka út- breiðslu þeirra, draga ályktanir um skyldleika o. s. frv. án þess að grípa til efna- eða eðlisfræðilegra rannsóknarað- ferða, enda var (rtessi líffræði í litlum sem engum tengslum við fyrrnefndar fræði- greinar. Hins vegar voru svo fræðasvið tilraunamannsins þar sem reynt var að kryfja sjálfa lífsstarfsemina til mergjar með aðferðum efnafræðinnar og eðlis- fræðinnar. Oft var lítið samband á milli [jessara tveggja arma líffræðinnar. Þessa tvískiptingu má enn merkja i líffræð- inni, enda þótt forsendur hennar séu nú að verulegu leyti brostnar. Rannsóknir á efnasamsetningu líf- vera leiddu í ljós að þær eru gerðar úr sömu frumefnum og fyrirfinnast í hin- um lífvana umheimi þeirra. Enginn grundvallarmunur er á efnasambönd- um lífveranna og á lífrænum efnasam- böndum (kolefnissamböndum) sem hægt er að mynda í tilraunaglösum. Enn fremur varð mönnum ljóst að hin nýfundnu lögmál varmafræðinnar um varðveislu orku eiga jafnt við í lífheim- inum sem annars staðar. Lífverurnar hlytu að afla sér orku úr umhverfi sínu og hagnýta sér hana bæði til að við- halda skipulagi sínu og til vaxtar. Ekki var lengur [DÖrf á sérstöku lífsafli. Orku- hugtakið hafði leyst það af hólmi. Reyndar vantaði enn skýringu á því hvað réði arfgengu skipulagi lífveranna og mótaði lífstarfsemina. Þelrrar skýr- ingar varð að bíða talsvert fram á 20. öld, en þegar hún hafði fengist var ekki lengur nein ástæða til að efast um að lífverurnar hlíti í einu og öllu sömu. efnafræðilegu lögmálum og lífvana efni. Lífverurnar einkennast Jdví ekki af sér- stökum efnafræðilögmálum heldur af sérstöku skipulagi efnis. Skömmu eftir miðja f9. öld gerði Louis Pasteur (1822—1895) tilraunir sem sannfærðu menn rækilega um að 300

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.