Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 6
3. mynd. Fyrirrennari Mý-
vatns. Áður en Mývatn mynd-
aðist fyrir um 2300 árum, var
annað stöðuvatn á sama stað.
Líklega útlínur þess eru sýnd-
ar með slitnum línum, en út-
línur Mývatns með heildregn-
um línum. Útlínur hins forna
vatns eru byggðar á rann-
sóknum á kísilþörungum, sem
finnast í gjalli gervigíganna í
Mývatnssveit. Endurteiknað
úr Árna Einarssyni (1982). -
Lake Mývatn had a precursor
(shown here with broken
lines) ofsimilar size. Its extent
was traced by investigating
species compositions of
diatoms mixed with scoría in
the pseudocraters. Redrawn
from Arni Einarsson (1982).
ilgúr innan um gjallið, og er hann
augsýnilega ættaður úr votlendi því
sem hraunið flæddi yfir. Meðal
kísilþörunganna, sem mynda gígagúr-
inn, eru tegundir, sem einungis finnast
í stöðuvötnum (Árni Einarsson 1982).
Tegundasamsetning kísilþörunga er sú
sama í flestöllum gervigígunum í Mý-
vatnssveit, og bendir það eindregið til
þess að gúrinn sé ættaður úr einu stóru
stöðuvatni, sem varla hefur verið
minna að flatarmáli en Mývatn er nú
(3. mynd). Vegna þess hve mikið var
af svifþörungum í hinu forna stöðu-
vatni, samanborið við Mývatn, má
ætla, að það hafi verið nokkru dýpra
en Mývatn.
Setlög úr hinu forna vatni er víðar
að finna en í gervigígunum. Undir
botnleðjunni t Syðriflóa Mývatns ligg-
ur lag af kísilgúr, sem er mjög frá-
brugðinn þeim gúr, sem nú er að
myndast í Mývatni. Hann er mikið
blandaður gjósku, og lagskipting í
honum ber vitni um allmikla röskun.
Kísilþörungategundirnar eru hinar
sömu og í gígagúrnum, svo að upprun-
inn leynir sér ekki. Þessi gjósku-
blandni gúr virðist hafa komist í snert-
ingu við hita, því að hann er að mestu
laus við leifar vatnadýra, s.s. krabba-
dýra og mýflugna, sem finnast í öllu
venjulegu vatnaseti. Er svo að sjá sem
leifar þessar hafi glóðast og eyðst
vegna snertingar við heitt hraun eða
gjall. Þess má geta, að leifar vatnasets
hafa fundist í gjalli við vesturjaðar
Dimmuborga, þannig að stöðuvatnið
hefur náð þangað austur og gervigíga-
gos líklega átt einhvern þátt í myndun
hinna sérkennilegu hraunborga.
Hið forna vatn náði ekki eins langt
norður og núverandi Mývatn. í Ytri-
flóa Mývatns hafa ekki fundist setlög
úr þessu vatni. Rannsóknir á bor-
kjörnum úr leðju Ytriflóa hafa á hinn