Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 20
svæðið austan undir Neslanda-
tanga, umhverfi Hrúteyjarness, ná-
grenni Driteyjar og Beinavík við
Hamarshóla.
5. Aðalútbreiðslusvœði hrafnsandar-
innar. íslenski hrafnsandarstofninn
er mjög lítill, og er hann að mestu
bundinn við þingeysk vötn, einkum
þó Mývatn (sbr. það sem áður
greinir). Aðalstöðvar hrafnsandar-
innar á Mývatni eru umhverfis
Belgjarhöfða.
6. Fellistöðvar álfta. Tveir stórir álfta-
hópar halda til á Mývatni yfir sum-
arið og fella þar flugfjaðrir. Er ann-
ar á Ytriflóa (12. mynd) en hinn á
innri hluta Neslandavíkur.
7. Fellistöðvar gargandar. Nær allur
íslenski stofninn kemur saman á
Mývatni til að fella flugfjaðrir. Oft-
ast halda gargendurnar til við Hrút-
eyjarnes á meðan þær eru í sárum.
í B-flokki eru svæði, sem virðast
standa undir verulegum hluta fugla-
stofna, en útbreiðsla fuglanna er nokk-
uð breytileg milli ára og endurspeglar
e.t.v. breytingar á útbreiðslu botn-
dýra. í B-flokki eru eftirtalin svæði:
1. Vesturhluti Syðriflóa. Austurmórk
þessa svæðis eru næsta óljós og
kunna að liggja mun austar en kort-
ið (13. mynd) sýnir.
2. Sundið milli Fellshóls og Mikleyjar.
3. Umhverfi Strandarhólma og hlutil
Strandarvogs.
Eins og sjá má er afmörkun svæða í
bæði A og B-flokki einkum byggð á
útbreiðslu og þéttleika fugla. Enn er
ekki fullljóst að hve miklu leyti fugl-
arnir endurspegla átumagnið á mis-
munandi botnsvæðum og hvaða áhrif
vatnsdýpi hefur á dreifingu fuglanna.
Miðhluti Syðriflóa, sem að mestu
lendir utan A og B flokka, er nokkru
dýpri en lykilsvæðin, og kann það eitt
að valda því, að minna er af fugli þar
en á öðrum svæðum. Þá er þess að
geta, að dýpkun á hluta Syðriflóa með
dælingu gæti haft afdrifaríkar afleið-
ingar fyrir allt vistkerfi Mývatns. Er þá
haft í huga, að kúluskíturinn er laus á
botninum, og gæti svo farið, að hann
safnaðist saman í dælingarskurðina.
LOKAORÐ
Verndun náttúru landsins byggist á
tveimur meginþáttum. í fyrsta lagi
þarf að skilgreina hvað beri að vernda,
þ.e. hvað sé verndar vert. Mat á
verndargildi landsvæða er formlega
séð í höndum Náttúruverndarráðs.
Gildismatið byggist að mestu á sam-
anburði við önnur svæði hér á landi og
erlendis, en einnig er tekið tillit til
annarra þátta s.s. skilyrða til ferða-
mennsku og hlunnindabúskapar. í
öðru lagi verður að upplýsa hvaða að-
gerða er þörf til að verndunarmark-
miðin náist. Slíkar aðgerðir byggja á
rannsóknum á eðli viðkomandi svæð-
is. Þar sem um stórt og margbrotið
vistkerfi eins og Mývatn og Laxá er að
ræða, er vandinn óvenjulega mikill og
þörf áratuga rannsókna. í þessari
grein hefur þess verið freistað að út-
skýra með dæmum hversu breytilegt
lífríki Mývatns er, bæði í tíma og rúmi,
og hve mikilvægur breytileikinn er
fyrir þá þætti lífríkisins, sem við
metum til náttúruverndargildis. Dæm-
ið, sem fyrir liggur, er einfalt: Fyrir
hendi er sterkur vilji til að viðhalda
lífríki Mývatns og nágrennis í núver-
andi horfi, - að minnsta kosti að við-
halda auðgi þess, fjölbreytni og sér-
kennum. Vilji þessi er studdur sér-
stökum lögum um verndun svæðisins
svo og skuldbindingu íslenska ríkisins í
alþjóðasáttmála (Ramsar sáttmálinn,
sbr. þingsályktun frá Alþingi 4. maí
1977). Vegna óvissu um hve stórt frið-
landið þyrfti að vera til að ná þessum
markmiðum létu menn sig ekki muna
170