Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 40
46.
42-
38-
T ími - Time
13. mynd. Fjöldi bitmýslirfa í reki þá fimm
sólarhringa sem reksýnum var safnað. -
Numbers of S. vittatum larvae in the drift
(no./m') during the 5 24 hours sampling
periods.
er t.d. aðalfæða urriða í Laxá. Straum-
önd (Histrionicus histríonicus (L.)) og
húsönd (Bucephala islandica (Gmel-
in)) lifa einnig að mestu á bitmýi í ánni
(Bengtson og Ulfstrand 1971, Arnþór
Garðarsson 1978, 1979).
Urriðaveiðin í Laxá minnkaði
1979—1980 (Jón Kristjánsson 1978,
1982) (8. mynd) í samræmi við hrun
bitmýsstofnsins. Straumandarungum
fækkaði einnig (Arnþór Garðarsson
1982) (8. mynd) og dreifing húsandar
breyttist (Arnþór Garðarsson 1978).
Fjöldi straumandarunga sem komst
upp á ánni jókst aftur með stækkandi
bitmýsstofni árið 1983, og um 230 ung-
ar komust upp á Laxá í Mývatnssveit
árið 1984 (Arnþór Garðarsson munnl.
uppl.).
Sú aukning sem varð á fjölda bit-
mýsflugna í flugugildrum 1981 og 1982
í Dragsey, miðað við botnsýni, verður
e.t.v. skýrð með því, að minna hafi
verið étið af púpum, sem voru að
klekjast, þar sem rándýrastofnar sem
lifðu á bitmýi höfðu minnkað eða flutt
sig. Einnig verður að hafa í huga að
þættir eins og hitastig, vindátt og
vindhraði hafa áhrif á veiðni gildr-
anna.
Rannsóknir sem hafa verið stundað-
ar á Mývatni (sjá Arnþór Garðarsson
1984) hafa einnig leitt í ljós að stærð
dýrastofna vatnsins, til að mynda
stofnar andfugla og bleikju stjórnast af
fæðuframboði.
190