Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 71
3. mynd. Hólmi í Hostigetesvötnum vaxinn reyniviði og mjaðarjurt m.a.
víðir, reyniviður, skógarhæra og fleiri
plöntur. í baksýn er landið handan
vatnsins, þar sem sauðfé leikur lausunr
hala. Á 3. mynd er reynistóð ásamt
mjaðarjurt í hólma í Hostigetesvötn-
unum. 4. mynd er af gjáarbarmi við
Channerwick, þar sem víðir, geitblöð-
ungur og burknar standa þétt og þríf-
ast vel. Þrátt fyrir að kjarr hafi haldist
unr stund eftir að sauöfé kont til
eyjanna, er það að mínum dómi Ijóst,
að græðisúran hefur konrið með alira
fyrstu landnánrsmönnunum. Eg tók
því þann kostinn, að aldursgreina elsta
frjóið af þessari tegund. Það reyndist
vera frá unr 3400 f. Kr. ±130 ár. Betri
samsvörunar á milli tveggja kolefnis-
14 athugana er varla að vænta.
Hjaltland hefur því byggst á þeirn
tímum, sem við nefnum hina yngri
steinöld (Neolithikum). Hún stóð frá
því unr 4000 til nærri 1800 f. Kr., þá er
bronsöld hefst. Á 5. mynd má sjá hve
víða hefur verið byggt á Hjaltlandseyj-
um á steinöld, samkvæmt því, sem
breskir fornfræðingar telja.
Þegar það er nú ljóst, að fólk hefur
búið á Hjaltlandi í meira en 5000 ár,
liggur nærri að spyrja, eins og margir
hafa oftsinnis gert, hvort fólk hafi ekki
líka búið í Færeyjunr á þessari frum-
öld. En því er auðvelt að svara. Ekk-
ert hefur fundist, sem bendir til búsetu
manna á steinöld eða bronsöld, hvorki
frá fornfræðilegu né gróðursögulegu
sjónarmiði. Fyrstu ummerki fólks (og
sauðfjár) í Færeyjum eru frá um 650
e. Kr. (Tjörnuvík og Mykines).
Þetta er kannski ekki undarlegt. Því
hagar svo til, að af meginlandi Skot-
lands sést vel til Orkneyja eins og ljóst
er af 6. mynd. Frá norðausturodda
Orkneyja, North Ronaldsey, til Fair
Isle eru ekki nema 44 kílómetrar, og
er hún enda í sjónmáli þaðan, því að
hún er 220 metrar á hæð. Frá Fair Isle
221