Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 50

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 50
ið um rörána (Tubificidae) og efju- skeljar (Pisidium sp.) niðri í botnleðj- unni (Lindegaard 1980). í setinu á djúpbotninum eru röránar af tegund- inni Tubifex tubifex (Mull.) langal- gengastir (Lindegaard 1980). í Þingvallavatni eru auk bleikjunnar tvær fisktegundir; hornsíli (Gasteros- teus aculeatus L.) og urriði (Salmo trutta L.). Bændur við vatnið stunda umtalsverðar veiðar á bleikjunni. Á tímabilinu 1958-1984 hefir murtuafl- inn sveiflast milli 5-70 tonna á ári (blautvigt), en aflatölur einar sér gefa vart rétta mynd af sveiflum í stofn- stærð (Sigurður Snorrason o. fl. 1984). Samkvæmt nýjustu bergmálsmæl- ingum sem fóru fram haustið 1983 var magn veiðanlegrar murtu úti í vatns- bolnum á bilinu 60—150 tonn (800 þús- und — 1,7 milljón fiskar). Þetta eru lágmarkstölur sem ekki taka til fiska á grunninu (Torfinn Lindem pers. uppl.). Lítil vitneskja er til um hornsílin í Þingvallavatni. Athuganir á krans- þörungabeltinu svo og tilraunaveiðar á strandgrunnsbotninum benda þó til að um stóran stofn sé að ræða. Af urriða er hverfandi lítið í Þing- vallavatni, ef marka má veiðina. AÐFERÐIR Veiðar fóru fram á tímabilinu 14. maí—22. október 1981. Við öflun gagna var að mestu notast við samsett og ósamsett lagnet, en flotnet voru einnig lítillega notuð. Samsettu lagnet- in (36x1,5 m) eru hvert með 12 mis- munandi möskvastærðum 10, 12,5, 16,5, 22, 25, 30, 33, 38, 43, 50, 60, og 72 mm legglengd) og spannar hver eining 3 m. Ósamsettu netin (25 m x 1,5 m) eru hvert með eina möskvastærð (12,5, 18,5, 22, 25, 30, 32, 36, 38, 45, 48 eða 60 mm legglengd). Flotnetin (30 m X 6 m) eru sett saman með fjórum möskvastærðum (12,5,16,5,19 og 22 mm legglengd). Veitt var á fimm stöðum við vatnið (2.mynd). Reynt var að halda jöfnu veiðiátaki, þ. e. lögð voru sex til níu net á hverri veiðistöð með tveggja til þriggja vikna millibili. Vegna veðra og vinda tókst ekki að halda þessari áætl- un í hvívetna. Venjulega voru netin lögð seinni hluta dags og þau tekin upp árla næsta morgun. Lagnir voru oftast á dýptarbilinu 2—6 m (á hörðum botni), en sjaldnar á 6—20 m dýpi (í kransþörungabeltinu). Alls veiddust 2191 bleikjur og 15 urriðar. Afla hvers nets var haldið að- skildum. Bleikjurnar voru flokkaðar í gerðir eftir ytra útliti þeirra (kuðunga- bleikju, dvergbleikju, murtu og síla- bleikju) og var einkum tekið mið af lögun skolta og lit fiskanna. Fiskurinn var veginn óslægður og klauflengd fisksins mæld frá snoppu og aftur í sporðklaufina. Fiskarnir voru kyngreindir og kynþroskastig metið samkvæmt Dahl (1917). Kvarnir voru teknar og aldur ákvarðaður með hlið- sjón af aðferð Nordengs (1961). Meltingarvegur var tekinn úr 1541 fiski og varðveittur í 10% formalín- lausn. Við greiningu fæðunnar var innihald úr vélinda og maga notað. Magafylli var greind í fjóra flokka; 1) tómur magi, 2) vottur af fæðu; inni- hald fyllir minna en lA af magarými, 3) hálffullur magi; innihald fyllir lA—2A af magarými, 4) fullur magi; innihald fyllir meira en 2A af magarými. Við greiningu á fæðu var magainni- haldinu komið fyrir í kvarðaðri petri- skál ásamt vatni og fæðan skoðuð í víðsjá (10-20föld stækkun). Lindýr og fiskar voru greind til tegunda, en þörungar, krabbadýr og skordýr voru 200

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.