Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 48
gerðirnar. Kviðurinn er ljós og síðurn-
ar silfraðar. Bakið er dökkt, oft með
dökkgrænum blæ. Munnlögunin er
einkennandi fyrir svifætu; skoltarnir
eru fínlegir og jafnlangir. Þessi lýsing
kemur vel heim við lýsingu Bjarna á
„haustmurtu“ (Bjarni Sæmundsson
1904) og lýsingu Árna á murtu (Árni
Friðriksson 1939).
Sílableikja er stór fiskur sem heldur
sig mest við strandbotninn og veiðist oft
innan um kransþörunga á 10—20 m
dýpi. Sílableikjan er jafnmynnt og
skoltarnir nokkuð sterklegir að sjá.
Hún er yfirleitt ljósari yfirlitum en
dverg- og kuðungableikjan. Bakið er
nokkuð dökkt eða brúnleitt, síðurnar
eru ljósar eða silfraðar og kviðurinn
hvítur. Varla leikur nokkur vafi á því
að hér er um að ræða þann fisk sem
Bjarni kallar djúpbleikju (Bjarni
Sæmundsson 1904).
Ofangreindar athuganir voru
kveikjan að rannsóknunum sem hér
verður fjallað um (sjá Hilmar J. Malm-
quist 1983 og Skúla Skúlason 1983).
LÍFRÍKI ÞINGVALLAVATNS
Þingvallavatn er stærsta vatn lands-
ins, 83,7 km2 að flatarmáli og um 2860
milljónir m3 að rúmmáli (2. mynd).
Það liggur í 100,7 m h. y. s. Meðal-
dýpi er 34,1 m, en mesta skráða dýpi
er 114 m. Mesta lengd vatnsins er 14,5
km og mesta breidd þess er 9,5 km
(Sigurjón Rist 1975).
Þingvallavatn er tært, kalksnautt og
snautt af næringarefnum (Jón Ólafs-
son, óbirt gögn). Vatnið er kaldast í
janúar, um 0°-2° C, en heitast í byrj-
un ágúst, 9°-10° C. Á heitum og lygn-
um sumardögum myndast stundum
hitaskil í vatninu á 10-25 m dýpi, en
vegna óstöðugrar veðráttu brotna
skilin oftast fljótt niður. Vatnsmassinn
er því meira eða minna blandaður allt
árið. Yfirleitt leggur vatnið síðla í
desember eða í janúar og ísinn þiðnar
venjulega seint í rnars eða í apríl.
Fyrir 26 árum rann Sogið um svo-
nefnd Þrengsli. Árið 1959 voru stíflu-
mannvirki (Steingrímsstöð) reist við
útfallið og er afrennslinu stjórnað það-
an í dag. Sveiflur á vatnsborði eru
venjulega innan við 50 cm, sem er ekki
langt frá því sem var áður en virkjunin
kom til (Bjarni Sæmundsson 1904,
Landsvirkjun 1965). Sveiflurnar eru
þó efalaust mun óreglulegri nú.
Úti í vatnsbol Þingvallavatns eru
kísilþörungar (Diatomea) mest áber-
andi í jurtasvifinu, þ. e. sáldeskingarn-
ir Melosira islandica f. curvata (Ehr.)
O. Múller og M. italica (Ehr.) Kútz
(Gunnar S. Jónsson 1977). Árleg
frumframleiðni jurtasvifsins er á bilinu
70—110 g C/m2 og nær framleiðnin
vanalega hámarki tvisvar á ári, vor og
haust (Sigurður Snorrason 1982). í
dýrasvifinu eru tvær tegundir árfætla
(Copepoda) ríkjandi; augndíll (Cycl-
ops abyssorum medianus Lindberg) og
rauðdíll (Leptodiaptomus minutus
(Lilljeborg)), ásamt einni vatnsflóar-
tegund (Cladocera), langhalafló
(Daphnia longispina (Múll.)). Nokkr-
ar tegundir hjóldýra (Rotatoria) eru
einnig mjög algengar (Úlfar Antons-
son 1977).
Botngerð vatnsins er all breytileg,
en eftirfarandi lýsing á þó við í stórum
dráttum um allt vatnið. Sé miðað við
neðri dýptarmörk botnþörunga nær
strandgrunnsbotn frá fjöruborði og
niður á 20-30 m dýpi. Frá yfirborði og
niður á 6—10 m er oftast um að ræða
harðan botn; óveðrað hraun eða grjót.
Vegna áhrifa ölduróts ná lífrænar
leifar ekki að setjast þar til langframa.
Frá 6—10 m dýpi og allt niður á djúp-
botn, á um 70 m dýpi, gætir öldugangs