Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 60

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 60
og fremst þær fæðugerðir sem eru auð- fengnar og mest er af hverju sinni. í grunnum næringarríkum vötnum, t. d. í Mývatni, Elliðavatni og A-Frið- mundarvatni, er smádýralíf fjölbreytt og oftast er um að ræða verulegar árstíðabundnar sveiflur í stofnum þess- ara dýra. Þessar sveiflur endurspeglast vel í fæðuvali bleikjanna, sem í megin- atriðum er eftirfarandi: Fyrri hluta sumars eru mýpúpur og flugur ráðandi í fæðunni, en síðsumars taka botn- krabbar við (aðallega kornáta (Eury- cercus lamellatus (Miiller)). Um haust- ið eru mýrlifur og svifkrabbar (aðal- lega langhalaflær) yfirgnæfandi. Djúp næringarsnauð vötn, t. d. Þrí- stikla, eru oftast fremur tegundafá og sennilega eru sveiflur í smádýrastofn- um að jafnaði minni en í grunnum næringarríkum vötnum. Einkennis- fæða bieikju í slíkum vötnum er gjarn- an hornsíli og vatnabobbar, auk ann- arra botndýra. Fleiri þættir en magn fæðudýra hafa áhrif á fæðuhætti. Til dæmis má nefna samkeppni milli fisktegunda eða ólík- ar fæðulanganir mismunandi tegunda fiska. Þótt framboð hornsíla og vatna- bobba í grunnum næringarríkum vötnum sé oft á tíðum engu minna en í djúpum næringarsnauðum vötnum, virðist bleikjan fremur velja aðrar fæðugerðir í næringarríkum vötnum sé þess kostur. I vötnum þar sem urriði og bleikja lifa saman virðast hornsíli skipta óverulegu máli fyrir bleikjuna en eru þeim mun þýðingarmeiri fyrir urriðann (sbr. framangreindar heimildir). Ef litið er á bleikjuna í Þingvalla- vatni sem eina heild eru fæðuhættir hennar svipaðir því sem gerist hjá bleikjum í öðrum djúpum næringar- snauðum vötnum. Sérstaða Pingvalla- bleikjunnar liggur fyrst og fremst í því hversu fæðuval hinna mismunandi bleikjugerða er skýrt afmarkað og um leið einhæft. í Mývatni, þar sem tvær bleikju- gerðir koma fyrir, „venjuleg“ bleikja og „krús“, er ekki um neina ámóta skiptingu í nýtingu fæðustofna að ræða (sbr. Ranta-aho 1983, Hákon Aðal- steinsson 1976). Erlendar athuganir. Nær allar er- lendu heimildirnar sem fjalla um fæðu- venjur ólíkra bleikjugerða greina ein- ungis frá tveimur bleikjugerðum, „dvergbleikju“ og „venjulegri“ bleikju (Nilsson 1955, Nilsson og Filipsson 1971, Skreslet 1973a,b, Dörfel 1974, Fúrst o. fl. 1978, Klemetsen o. fl. 1980, Hindar og Jonsson 1982). Bleikjan í Þingvallavatni sker sig úr hvað fjölda gerða snertir, og ennfrem- ur er greining þeirra m. t. t. ytra útlits, einkum munnlögunar, miklum mun skýrari en gengur og gerist meðal bleikjugerða í erlendum vötnum. Sérstaða bleikjugerðanna í Þing- vallavatni felst þó síðast en ekki síst í fæðuháttunum. í Iangflestum erlendu vötnunum eiga bleikjugerðirnar tvær það sammerkt að fæðuval þeirra skar- ast verulega mestan hluta úr árinu, þ. e. allt frá hausti og fram á vor. Einkennisfæða á þessu tímabili eru ýmis botndýr yfir veturinn, en með vorinu eykst hlutdeild flugnapúpna. Vetur og vor halda báðar bleikjugerð- irnar sig á sömu búsvæðum, úti í vatns- bolnum og við strandgrunnsbotninn. Aðskilnaður bleikjugerðanna í ólík- ar fæðuvistir og búsvæði (sbr. tafla 1) virðist eingöngu eiga sér stað á tiltölu- lega þröngu tímabili, þ. e. upp úr miðju sumri og fram í haustbyrjun. Þessi fæðusérhæfing og búsvæðaskipt- ing er þó engan veginn einhlít og í flestum tilvikum er um þó nokkra skörun að ræða (Nilsson 1955, Klem- etsen o. fl. 1972, 1980, Henricson og Nyman 1976, Fúrst o. fl. 1978, Hindar og Jonsson 1982). 210

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.