Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 11

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 11
6. mynd. Kúluskítur úr Syðriflóa. Stóru kúlurnar eru um 10 cm í þvermál. — Cladophora aegagropila from Lake Mývatn. The larger balls are about 10 cm in diameter. (Ljósm./ photo Árni Einarsson). fugli (Somateria mollissima) und- anskildum. Prjár þeirra, húsönd (Buc- ephala islandica), hrafnsönd (Melan- itta nigra) og gargönd (Anas strepera) verpa aðeins í litlum mæli utan Mý- vatnssveitar. Flestar tegundirnar nýta sér botndýralíf Mývatns. Meðal þeirra eru 5 tegundir kafanda: húsönd, hrafnsönd, hávella (Clangula hyema- lis), skúfönd (Aythya fuligula) og duggönd (A. marila), sem allar afla sér fæðu á svipaðan hátt. Þegar haft er í huga hve fæðan er mikil og að vatnið er nógu grunnt er skiljanlegt hve mikið er þar af öndum. Mikið fæðuframboð getur einnig stuðl- að að miklum tegundafjölda, en þá verður að reikna með því, að sam- keppni milli andategunda um fæðuna sé lítil, þ.e. að í Mývatni sé ofgnótt fæðu. Annars væri líklegt, að ein teg- undin næði yfirhöndinni því að sam- keppnisaðstaða tegundanna er misjöfn. Tvennt til viðbótar virðist skipta máli. Annað er, að botn Mývatns er mjög mismunandi eftir svæðum. Hitt eru sveiflur þær sem verða á plöntu- og dýrastofnum vatnsins. Fyrst skal vikið að svæðaskiptingu botnsins. Aður hefur þess verið getið, að kúluskíturinn lifir einungis í Syðriflóa og að hið sérkennilega kúluafbrigði hans er aðeins á afmörkuðum blettum þar. Annar gróður í vatninu er einnig svæðisbundinn. í suðausturhluta Mý- vatns eru allstór svæði þakin lónasóley (Ranunculus trichophyllus), og síkja- mari (Myriophyllum alterniflorum) þrífist á stöku stað þar. í Ytriflóa (10. mynd) er mikið urn vatnamara (M. spicatum) (Arnþór Garðarsson 161

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.