Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 36
50-
<D
CO
n
co
< 25-
Np
O''
10. mynd. Hlutfall bláþörungsins A. flos—
aquae í svifögnum í Laxá 1978 til 1984. —
Proportional quantity of A. flos- aquae in
the seston in R. Laxá 1978—1984.
(Árni Einarsson 1982). Þörungar af
þessari ættkvísl komu fyrir í miklu
magni í fæðu allt sumarið 1978 (um og
yfir 50% þörunga). Mest var um þá í
júlí eða um 80% af magni þörunga.
Önnur algeng tegund var svifþörung-
urinn Stephanodiscus hantzschii
Grun., sem er algeng tegund í Mývatni
á sumrin (Pétur M. Jónasson og Há-
kon Aðalsteinsson 1979). Þessi þör-
ungur fannst allt sumarið, en í mestum
mæli í ágúst og október, bæði í reki og
í fæðu lirfanna. Aðrir algengir þörung-
ar í reki og magainnihaldi voru teg-
undir af ættkvíslunum Nitzschia og
Synedra og tegundin Rhoicosphenia
curvata (Kutz.) Grun. Magn þeirra
var aftur á móti mjög breytilegt.
Rek bitmýslirfa
Hluti botndýra í ám rekur niður eft-
ir þeim, annað hvort af slysni eða vilj-
andi til að finna ný búsvæði. Þá fimm
daga, sem reksýnum var safnað, var
mest af lirfum á botninum í september
1984 (tafla 2), þegar bitmýsstofninn
var búinn að stækka verulega eftir
lægð frá 1979-1982. Árið 1981, þegar
safnað var fjórum sinnum, var þétt-
leikinn mestur í byrjun júlí, þ.e. við
upphaf sumarkynslóðarinnar. Þetta
voru því fyrst og fremst litlar lirfur (1 —
3 mm) (12. mynd). Minnstur var fjöld-
inn í maí, enda yfir helmingur af
vetrarkynslóðinni á púpustigi á þess-
um tíma. Lengd lirfanna í maí var í
kringum 7-10 mm (12. mynd).
Fjöldi lirfa, sem var á reki fylgdi
stofnstærðinni á botni hverju sinni
og var hlutfall þeirra mjög svipað
alla sýnatökudagana, 0,003-0,005%
(Tafla 2).
Stærð bitmýslirfa í reki og af botni
var svipuð (12. mynd), og var ekki
marktækur munur á stærðardreifing-
unni.
Greinilegrar tilhneigingar gætir hjá
lirfunum að láta sig frekar reka í
myrkri en í birtu (13. mynd). Fleiri
lirfur rak á nóttunni eftir því sem leið á
sumarið og náði sú þróun hámarki í
september. Minnsti munur á dag- og
næturreki var í júlí.
UMRÆÐA
Mikil breyting varð á lífsferli bitmýs
í Laxá á rannsóknartímabilinu, 1977 til
1984. Árin 1977 til 1978 og frá árinu
1983 voru tvær vel afmarkaðar göngur
í Miðkvísl og á Helluvaði. Á þessum
186