Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 38
REK - DRIF T
BOTN - B E'N T H O S
Jl
T-n..
TTru
II
ELDL
23456789 10 11 12 123456789 10 11 12
2 1,1 - 2,0
3 2,1 - 3,0
4 3,1 - 4,0
5 4,1 -5,0
6 5,1 - 6,0
7 6,1 - 7,0
10 9,1 “10,0
11 10,1 -11,0
12 11,1 -12,0
12. mynd. Stærðardreifing
bitmýslirfa í reki og á botni
1981. a) 23. maí, b) 4. júlí, c)
22. júlí, d) 13. ágúst. - The
size distríbution of S. vitta-
tum larvae in the dríft and on
the bottom in 1981. a) 23
May, b) 4 July, c) 22 July, d)
13 August.
tíma náði mikill hluti sumarkynslóðar-
innar að kvikna í júlí til ágúst, þ.e.
eftir um eins til 2ja mánaða vaxtar-
tíma. Lirfur sem skriðu úr eggjum
sumarkynslóðarinnar mynduðu
stærsta hluta vetrarkynslóðarinnar.
Vaxtartími lirfa vetrarkynslóðarinnar
var því 8—9 mánuðir.
Frá 1979 til 1982 varð sú breyting,
að aðeins lítill hluti sumarkynslóðar-
innar náði að púpa sig í ágúst. Hinar
lirfurnar voru í ánni allan veturinn og
mynduðu vetrarkynslóðina. Vaxtar-
tími jókst því úr 2 í 10-11 mánuði.
Þessi breyting á fjölda kynslóða hefur
e.t.v. haft veruleg áhrif á stærð og
varpgetu flugnanna, m.a. vegna lengri
vaxtartíma. Frá 1979 til 1983 var
vetrarkynslóðin samsett úr tveimur
aldursflokkum lirfa. Annars vegar
voru lirfur, sem höfðu skriðið úr eggj-
um í júní og hins vegar litlar lirfur, en
þær voru komnar úr eggjum frá því í
ágúst—september. Þessi munur á aldri
lirfanna kann að hafa haft áhrif á tíma-
setningu klaksins um vorið, fyrst og
fremst þannig, að vorgangan dreifðist
yfir lengra tímabil. Slíkur breytileiki á
kynslóðafjölda er þekktur úr tilraun-
um, þar sem bitmýslirfum var gefin
mismunandi mikil fæða (Colbo og
Porter 1979).
Breytingar á stofni bitmýsins og
framleiðslu þess í Laxá kom vel heim
við minna fæðuframboð (8. mynd).
Magn lífrænna agna sem rak niður ána
minnkaði um 30 til 60% í ánni á árun-
um 1979 til 1982, eða úr 8 tonnum af
þurrefni á dag í 3 til 6 tonn, en jókst
1983 og var á árinu 1984 ívið meiri en
þær voru á árunum 1977 til 1978 (8.
mynd).
Stofnstærð og framleiðsla bitmýs-
lirfa er meiri efst í ánni en neðar (Tafla
1). Þetta er í samræmi við fæðufram-
boð, en mest er af lífrænum ögnum
efst í ánni, og minnkar magn þeirra
eftir því sem neðar dregur (8. mynd).
Orsaka þessara miklu breytinga á
lífsferli bitmýsins og framleiðslu þess