Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 55

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 55
lega í litlum mæli. í vatninu hafa fund- ist lirfur 21 tegundar af rykmýi (Linde- gaard 1980). Fimm til sjö þeirra geta talist mjög algengar. Lirfurnar halda sig oftast ofan í botnleðjunni, í holum steina og hraungrýtis eða innan um þéttvaxna kvíslþráðunga. Þar við bæt- ist að þær eru í mörgum tilfellum mjög smávaxnar (örfáir millimetrar). Mý- lirfur á hraunbotni eru því að öllum líkindum nokkuð torsótt fæða, a. m. k. fyrir stærri fiska. Fátt er hægt að segja um það hvern- ig murtan velur milli hinna þriggja al- gengu tegunda krabbadýra í svifinu, en svo virðist sem augndíll og lang- halaflær séu oftast tekin fram yfir rauðdíla (Úlfar Antonsson 1980). E. t. v. ræður hegðun og dreifing krabbadýranna hér nokkru um. Ljóst er að sílableikjur taka hornsíli fram yfir annan fisk, a. m. k. yfir sum- arið og haustið. Að sögn bænda við vatnið er algengt að á vorin veiðist bæði kuðunga- og sílableikjur með kjaftfylli af bleikjuseiðum. Okkar athuganir sýna hins vegar að bleikjurnar éta sáralítið af seiðum og ungfiski yfir sumarið og haustið. En hvers vegna éta sílableikjur hornsíli frekar en seiði? í þessum efnum koma nokkur atriði til sögunnar. Til dæmis skiptir þéttleikahlutfall hornsíla og ungbleikja miklu máli, en um það er lítið vitað í Þingvallavatni. Mismun- andi búsvæðaval ásamt ólíkri hegðun (t. d. sundhreyfingar) þessara fiska getur einnig skipt talsverðu máli. Veiðar í kransþörungabelti Þingvalla- vatns benda til að hornsíli séu þar í miklu magni, en þar er einnig helsta búsvæði sílableikjunnar. Bleikjuseiði virðast hins vegar einna algengust í glufum malar og hraungrýtis efst í fjöruborði. Gagnstætt seiðum eru hornsíli áberandi fiskar; hængarnir klæðast litríkum riðabúningi og sýna áberandi kyn- og óðalsatferli (Woott- on 1976). Þessi atriði geta stuðlað að því að hornsíli standi sílableikjum frekar til boða en seiði. Fœða og vöxtur Almennt séð er vöxtur bleikju í Þingvallavatni hægur (7. mynd). Til viðmiðunar má geta þess að bleikjur í Mývatni geta náð 20 cm lengd strax á öðru ári (Flákon Aðalsteinsson 1976). Þennan mun má að einhverju leyti rekja til þess að framleiðni og þar af leiðandi fæðuframboð er mun meira í Mývatni. Forvitnilegt er að bera saman vöxt bleikjugerðanna m. t. t. fæðu þeirra. Mikill stærðarmunur er á fullþroska dverg- og kuðungableikju (7. mynd) þrátt fyrir að báðar gerðirnar nærist á samskonar fæðu (3. mynd). Magafylli dvergbleikja er að jafnaði mun minni en kuðungableikja (5. mynd) og því hugsanlegt að smæð dvergbleikjanna og hægur vöxtur stafi beinlínis af nær- ingarskorti. Um fæðusamkeppni milli þessara tveggja bleikjugerða er lítið hægt að segja meðan ekki er fyrir hendi ítarlegri vitneskja um samband fæðuframboðs og þéttleika fiskanna. Murtan vex nokkuð hratt upp að 5 — 6 vetra aldri og er þá oftast um 18—20 cm löng en eftir það dregur mjög úr vextinum (7. mynd). Hvað veldur því að þær ná ekki sömu stærð og kuð- ungableikjur eða sílableikjur? Freistandi er að skýra þennan stærð- armun út frá orkufræðilegum forsend- um og fæðuöflunaraðferðinni. Orku- innihald og meltanleiki fæðunnar skiptir miklu máli fyrir vöxt fiska. Rút- ur (Rutilus rutilus (L.)) þarf t. d. um 40 þyngdareiningar af lindýrafæðu til að auka eigin þyngd um eina einingu, en ekki nema 25 þyngdareiningar af krabbadýrafæðu (Nikolsky 1963). Því skýtur e. t. v. skökku við að murtur 205
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.