Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 63

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 63
Útlitsmunur á bleikjugerðum innan þessara tveggja hugsanlegu stofna er ekki eins glöggur og milli þeirra. Til- tölulega auðvelt er að greina kyn- þroska dvergbleikjur frá ungfiski strax við tveggja vetra aldur. Hins vegar höfum við ekki getað greint síla- bleikjur yngri en fjögurra vetra, og iðulega var erfitt að greina milli full- orðinna murta og sílableikja af murtu- stærð (18-23 cm). Engu að síður ættu ungar sílableikjur að veiðast í net í verulegum mæli úr því hinar eldri eru svo algengar sem raun ber vitni. Annaðhvort hefur okkur ekki tekist að greina þær frá murtum sökum þess hve þær eru líkar eða þá að ungar síla- bleikjur eru murtur, m. ö. o. að sum- ar murtur læri að éta fisk sem síðan valdi auknum vexti og breyttum lifn- aðarháttum. Til að sannreyna tilgátu eins og þá sem sett er fram hér að framan þurfa að fara fram frekari athuganir og til- raunir. í fyrsta lagi má nefna æxlunartil- raunir, en þær geta gefið vísbendingar um hvort bleikjugerðirnar séu æxlun- arlega einangraðar. Slíkar tilraunir þurfa þó ekki að gefa endanlegt svar. Þó svo að fá megi fram frjó afkvæmi kuðungableikju og murtu við tilrauna- aðstæður, er ekki þar með sagt að sama sé upp á teningnum við náttúru- legar aðstæður. Til þess að svo megi verða í náttúrunni þarf hrygningin að eiga sér stað á sama tíma og sömu hrygningarstöðvum. Og þrátt fyrir að þessu skilyrði sé fullnægt getur munur í kynatferli komið í veg fyrir frjóvgun milli gerða, t. d. gæti stærðarmunur ráðið úrslitum. Þess skal getið að æxl- unartilraunir eru nú þegar hafnar á bleikjugerðunum í Þingvallavatni. Annarsvegar er um að ræða rannsókn- ir á snemmþroskaferli seiða og hins vegar frumathuganir með víxl- frjóvganir meðal bleikjugerðanna. í öðru lagi eldistilraunir til að kanna arfgengi einkennandi þátta í lögun og lífssögu. í þriðja lagi má benda a fiskmerk- ingar, en þær geta m.a. varpað ljósi á hvort tiltekin bleikjugerð haldi svip- farseinkennum sínum með hækkandi aldri (sbr. Bjarni Sæmundsson 1904). í fjórða lagi má nefna athuganir á erfðafræðilegum breytileika. Með raf- drætti má kanna breytileika ensíma og út frá tíðni ólíkra ensímgerða má hugs- anlega fá vísbendingar um hvort ákveðnir fiskistofnar séu æxlunarlega einangraðir eða ekki (t.d. Nyman o.fl. 1981, Andersson o.fl. 1983). ÞAKKARORÐ Höfundar þakka öllum sem aðstoðað hafa við framkvæmd þessara rannsókna á einn eða annan hátt. Stefáni Aðalsteins- syni þökkum við afnot af tölvubúnaði RALA og tölfræðilegar leiðbeiningar. Gísla Má Gíslasyni og Arnþóri Garð- arssyni þökkum við ýmsar upplýsingar og ábendingar varðandi heimildir. Séra Heimi Steinssyni, presti og þjóðgarðsverði á Þingvöllum og hans fólki svo og heimilis- fólkinu í Miðfelli, Mjóanesi, Kaldárhöfða og Skálabrekku ásamt starfsfólki mötu- neytisins að Ýrufossi þökkum við vinsam- legast alla hjálp og viðurgjörning. Líffræði- stofnun Háskólans þökkum við veitta starfsaðstöðu. Byggðasjóður, Landsvirkj- un, Vísindasjóður, Þingvallanefnd og Norræni Menningarsjóðurinn (Nordisk Kulturfond) og danski Vísindasjóðurinn (Statens Naturvidenskabelige Fors- kningsrád) hafa styrkt þessar rannsóknir og færum við þeim okkar bestu þakkir. HEIMILDIR Aarefjord. F., R. Borgström, L. Lien & G. Milbrink. 1973. Oligochaetes in the bottom fauna and stomach content of trout, Salmo trutta (L.). - Norw. J. Zool. 21: 281-288. 213
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.