Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 73
6. mynd. Kort, sem sýnir af-
stöðu Hjaltlandseyja til nær-
liggjandi landa.
HEIMILDIR:
Childe, V.G. 1964. The earliest inhabi-
tants. - The Northern Isles, (F.T.
Wainwright), London.
Jóhansen, J. 1975. Pollen diagrams from
Shetland and Faroe Islands. - New
Phytologist, Oxford.
Jóhansen, J. 1978. The introduction of
Plantago lanceolata to Shetlands Is-
lands. - Danmarks geologiske Under-
sögelse. Árbog 1977. Köbenhavn.
Spence, D.H.N. 1979. Shetlands living
landscape. — Sandwick.
Whittington, G. 1979. A sub-peat dyke on
Shurton Hill, Mainland, Shetland. -
Proceedings of the Society of Antiquar-
ies of Scotland.
EFTIRMÁLI ÞÝÐANDA
Þegar ég las þessa grein í tímaritinu
Mondul, fyrsta heftis þess frá árinu
1983, sem er gefið út af Föroyja Forn-
minnssavni, þótti mér hún ærið
fróðleg. Bað ég höfund hennar leyfis
til að þýða hana, sem ég fékk fúslega.
Við íslendingar þekkjum alltof lítið
til þeirra eyja, sem rísa eins og klettar
úr hafinu sunnan lands okkar. Margir
þekkja nokkuð til Færeyinga og lands-
hátta þar, en þeir eru ekki ýkja marg-
ir, sem stigið hafa í land á Hjaltlandi,
Orkneyjum eða Suðureyjum. Ég er
alveg ókunnugur á þessum slóðum en
hef lesið ýmislegt um þessar eyjar í
sambandi við trjárækt og skógrækt og
haft mjög gaman af.
Hjaltlandseyjar eru af svipaðri
stærð og Færeyjar að flatarmáli, um
1400 ferkílómetrar. Þær eru láglendari
og hæstu fell eða bungur um 300 metr-
ar. Eyjarnar lutu Norðmönnum og
síðar Dönum uns Kristján I. Danakon-
ungur setti þær sem veð fyrir heiman-
mundi dóttur sinnar, þegar hún giftist
Jakobi 3. Skotakonungi um miðja 15.
öld. Heimanmundurinn var aldrei
goldinn og þar með komust þær undir
Skota og síðar Englendinga. Þar var
talað norrænt mál um langan aldur og
223