Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 62

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 62
hugmyndum um tímabundinn aðskiln- að vegna samkeppni um fæðu. Saavai- tova (1980) hefur bent á að þegar bleikjan lifi í vötnum með mörgum fisktegundum sé yfirleitt um eina bleikjugerð að ræða og ráðist fæðuval hennar af því hvaða vist henni standi til boða eða henni „þröngvað“ í. í Þingvallavatni er bleikjan allsráðandi og tæplega er um beina samkeppni að ræða við hornsíli eða urriða. Par eð vatnið er stórt, djúpt og fjölbreytt m. t. t. búsvæða býður það upp á ólík- ar fæðuvistir. Bleikjan getur þar af leiðandi nýtt sér fleiri en eina vist að staðaldri. Þannig er hugsanlegt að fram komi fleiri gerðir af bleikjunni en annars. Flokkunarfrœði Þingvallableikjunnar Sú spurning vaknar hvort bleikju- gerðirnar í Þingvallavatni séu af einum og sama stofninum eða hvort um fleiri aðskilda stofna eða afbrigði sé að ræða. Bjarni Sæmundsson (1900, 1904, 1917) og Árni Friðriksson (1939) drógu þá ályktun varðandi murtuna að hún væri annars vegar ung vaxandi bleikja (sumarmurta/geldmurta) og hins vegar fullþroska afbrigði (haust- murta). Bjarni byggði sína ályktun á niðurstöðum fiskmerkinga, en Árni lagði mest upp úr mismun á fjölda hryggjarliða. Markmið okkar athugana var fyrst og fremst að afla aukinnar þekkingar til þess að unnt væri að setja fram skýrar tilgátur um eðli og uppruna bleikjunnar í Þingvallavatni. Setja má fram a. m. k. tvær tilgátur um skyld- leika bleikjugerðanna í Þingvallavatni. 1) Að um sé að ræða tvo til fjóra aðskilda stofna, afbrigði eða tegundir. 2) Að um sé að ræða mismun- andi svipgerðir, að .einhverju eða öllu leyti arfbundnar (gene- tic polymorphism) eða skilyrtar (conditional phenotypes). Þessar tilgátur útiloka ekki hvor aðra að öllu leyti. Til dæmis má hugsa sér tvo stofna þar sem hvor um sig kemur fram í tveim svipgerðum, arf- bundnum eða skilyrtum. Sé tekið mið af útlitseinkennum, fæðuvali og sníkjudýrabyrði (sbr. Hilmar J. Malmquist o. fl. 1985) telj- um við að líklega sé um að ræða tvo stofna, sem ekki œxlist saman að neinu marki; annars vegar dvergbleikju og kuðungableikju en hins vegar murtu og sílableikju. Ef litið er á munnlögun, höfuðlögun (sbr. Skúli Skúlason 1983) og litarfar er auðvelt að greina þessa hópa allt frá tveggja vetra aldri. Gögn um fæðu- og búsvæðaval benda í sömu átt, dverg- og kuðungableikjur eru lík- legast bundnar hörðum botni meira og minna allt sitt líf, en murtur og síla- bleikjur leita annarrar fæðu og bú- svæða strax á unga aldri. Jafnframt styðja talningar á tálknatindum þessa tilgátu, en tálknatindar eru að jafnaði færri í botnbleikjum en murtum og sílableikjum (O.T. Sandlund, pers. uppl.). Munur á hrygningartíma bleikju- gerðanna styður þessa tilgátu að vissu marki (Skúli Skúlason 1983). Hiygn- ing kuðungableikja virðist að ein- hverju leyti takmörkuð við tímabilið júlí-ágúst og svæði þar sem áhrifa gæt- ir frá kaldavermslum. Murtur og síla- bleikjur hrygna í september-nóvember og riðastöðvar þeirra virðast vera víða í vatninu. Dvergbleikjur hafa breyti- legan hrygningartíma og fer það eftir stærð fiskanna og stöðum í vatninu. Við norðurströndina geta stærri dverg- bleikjur (13-18 cm) byrjað hrygningu um svipað leyti og kuðungableikjur, en við suðausturströndina er hrygning í hámarki í október og er þá um að ræða smærri fiska (8—15 cm). 212
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.