Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 19

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 19
ustu setlagasvæðin. Dælt er unt 350.000 rúmmetrum af leðju árlega, en það hefur í för með sér, að þar sem leðjan er t.d. 5 metra þykk eru um 7 hektarar botns dýpkaðir á ári. Þar sem leðjan er 2ja metra þykk, eins og víð- ast er á óröskuðum svæðum í Ytriflóa, eru afköstin rúmir 17 hektarar botns á ári. Brottnámi leðjunnar og dýpkun vatnsins fylgir umbylting á lífríki botnsins. Áhrif dælingar síðustu tveggja áratuga eru fremur smá í snið- um miðað við hinar miklu sveiflur sem verða á fjölda fugla á óröskuðum svæðum. En skammt er þess að bíða, að dælingin hafi meiri og varanlegri áhrif, sem taki að gæta um allt Mý- vatn. Sem dæmi mætti taka afdrif þráðnykru, en dæling botnleðju í vest- anverðum Ytriflóa eyðir henni, og álftir og rauðhöfðaendur hverfa í kjöl- farið (12. mynd). Dýpkun Syðriflóa með kísilgúrdælingu mun valda því, að minna dagsljós nær til botnsins, og lífskilyrði kúluskítsins versna. Varanleg áhrif á fuglalíf eru fyrirsjá- anleg þegar á næsta áratug. Nauðsyn- legt er því, að tekin verði endanleg ákvörðun um framtíð námuvinnslunn- ar sem fyrst. Mikið vantar enn á þekkingu okkar á vistkerfi Mývatns til þess að unnt sé með vissu að afmarka svæði sem friða ber fyrir dælingu. Einnig er óvíst, hvort friðun afmarkaðra svæða nægir, ein sér, til þess að tryggja eðlilega verndun dýralífs. Viss lykilsvæði ætti þó skilyrðislaust að friða, en rann- sóknaniðurstöður síðustu tveggja ára- tuga gefa mikilvægi þeirra til kynna. Með þetta í huga hafa slík svæði verið afmörkuð á botni vatnsins (Árni Ein- arsson og Arnþór Garðarsson 1984) og lykilsvæðunum skipt í tvo flokka (13. mynd). I A flokki eru svæði sem ávallt gegna miklu hlutverki. Sum þeirra hafa úrslitaþýðingu fyrir viðkomu fugla og fiska, og önnur eru einu af- drep vissra tegunda á veturna. í þess- um flokki eru svæði með eftirtalda eiginleika: 1. Vetrarvakir. Vatnsmiklar lindir koma upp við austurströnd vatns- ins, og halda þær stórum vökum opnum á veturna. Við útfall Laxár úr vatninu eru einnig vakir, og ofanverð Laxá er yfirleitt auð. Vak- ir þessar eru aðal vetrardvalarstað- ur húsandar hér á landi (og þar með Evrópu) (Arnþór Garðarsson 1979). Vakirnar eru einkar þýðing- armiklar fyrst á vorin þegar aðrar andategundir koma til Mývatns af vetrarstöðvum sínum. Mývatn er yfirleitt enn ísi lagt er þær koma. Endurnar halda sig mest við ís- skörina, en þar virðist vera mest af fæðu eftir að vakirnar fara að stækka á vorin. Því er mikilvægt, að miða svæði í þessum flokki við stærð vaka á vorin. 2. Riðastöðvar silungs. Þær eru eink- um á lindasvæðunum við aust- urströnd vatnsins, en einnig með- fram norðurströnd Syðriflóa (Ranta-aho 1983). 3. Uppeldisstöðvar andarunga. Þær eru í skjólsælum víkum og vogum, einkum í nánd við varplöndin. Dæmi um þetta eru víkur við Grímsstaði og við austanverðan Neslandatanga, Vogaflói, vík og hraunkantur við Reykjahlíð, allar víkur við eyjar og hólma og með löndum austantil við vatnið. Álfta- vogur, Kritatjörn, innri hluti Nes- landavíkur og víkur milli Langaness °g Gýgjarness eru einnig þýðing- armiklar uppeldisstöðvar. 4. Svæði þar sem mikið er af fugli ár eftir ár. Helst þeirra eru Neslanda- vík, umhverfi Belgjarhöfða, Álar, 169
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.