Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 3
Árni Einarsson:
Botn Mývatns:
Fortíð, nútíð, framtíð
INNGANGUR
Mývatn er á vesturjaðri eldvirka
beltisins, sem liggur um Norðurland
þvert frá norðri til suðurs. Vatnið er í
kvos milli tveggja sprungusveima.
Vestan Mývatns er sprungusveimur
sem kenndur er við Þeistareyki. Engin
eldvirkni er kunn á honum í nágrenni
Mývatns. Hinn sprungusveimurinn er
austan Mývatns, og er hann tengdur
Kröflueldstöðinni. Sá sprungusveimur
hefur verið mjög virkur eftir ísaldar-
lok, og eru á honum frægar eldstöðvar
á borð við Hverfjall og Lúdent og
ýmsar myndanir tengdar eldvirkni,
t.d. Dimmuborgir og gervigígarnir við
Mývatn (Sigurður Þórarinsson 1979).
Mývatn sjálft er skilgetið afkvæmi
jarðelda á sprungusveimnum, og ber
allt landslag við vatnið þess vitni.
Efnasamsetning lindavatnsins, sem
rennur í Mývatn, er nátengd jarðfræði
svæðisins. í berggrunninum er mikið
af auðleystum næringarefnum, sem
jarðvatnið tekur í sig og ber með sér til
Mývatns (Jón Ólafsson 1979b) þar
sem þau nýtast til vaxtar þörungum og
öðrum vatnagróðri. Tiltölulega sólríkt
er við Mývatn (Markús Á. Einarsson
1979), og nýtast næringarefnin því vel
til framleiðslu lífrænna efnasambanda.
Lífríki Mývatns mótast mjög af því
hve grunnt vatnið er. Vegna hag-
stæðra birtuskilyrða við botn er þar
mikill gróður, og ræður hann miklu
um annað líf á botninum. Fjölmargar
tegundir vatnafugla geta notfært sér
dýralíf og gróður botnsins vegna þess
hve grunnt vatnið er.
I grein þessari er fjallað um sögu
vatnsbotnsins og þátt hans í hinu sér-
stæða lífríki Mývatns. Pá er rætt um
botninn sem kísilgúrnámu og hvaða
áhrif námagröftur þar kann að hafa á
lífríkið.
MÝVATN
Mývatn (1. mynd) er 37 km2 að flat-
armáli og því eitt af stærstu stöðu-
vötnum landsins. Það skiptist í tvo
meginhluta: Ytriflóa, sem er tæpur
fjórðungur alls Mývatns, og Syðriflóa.
Mestallur Syðriflói er 2-3,3 metrar á
dýpt, en Ytriflói er mun grynnri, eða
um 1 metri. Innstreymi í vatnið er um
lindir við austurströnd þess og um
Grænalæk. Grænilækur kemur úr
Grænavatni um 2 km sunnan Mývatns.
Lindir við suðausturströnd vatnsins
eru kaldar (um 5°C), en í Ytriflóa eru
volgar lindir (um 20°C). Vatnið í Ytri-
flóa rennur út um Teigasund yfir í
Syðriflóa og þaðan í Laxá. Gegnum-
streymi vatns í Mývatni er ört, en talið
er, að vatnið endurnýist á u.þ.b. 27
dögum (Jón Ólafsson 1979a).
153
Náttúrufræöingurinn 55(4), bls. 153-173, 1985