Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 49

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 49
Þ I N G V A L L AVAT N □ Þingvellir 2. mynd. Kort af Þingvalla- vatni. Veiðisvæði eru auð- kennd með feitletruðum tölu- stöfum og sverum strikum: 1) Malvíkur — Sprænur, 2) Miðfellsvík — Búðavík, 3) Ólafsdráttur, Vatnsvík og Vatnskot, 4) Skálabrekku- grunn, 5) Miðfellsdjúp. Punktalínur sýna 20 m, 60 m og 100 m dýptarskil í vatninu. - Map of lake Pingvallavatn. Catch-areas are marked in bold letters and bars. The dot- ted lines show 20 m, 60 m and 100 m depth contours. það lítið að skilyrði skapast fyrir set- myndun nema þar sem halli er mikill. Með auknu dýpi dvínar styrkur ljóss og áhrif ölduhreyfinga sömuleiðis. Þetta hefur mótandi áhrif á vistkerfi botnsins og veldur beltaskiptingu meðal þörungategunda. Greina má fjögur slík dýptarbelti eftir einkenn- andi botnþörungum (Gunnar S. Jóns- son 1980): Ullþráðungabelti\ á 0— 1 m dýpi, einkennandi tegundir þar eru ullþráð- ungar (Ulothrix spp.). Vatnsaugnabelti; á 1-2 m dýpi, ein- kennistegund er blágrænþörungur af ættkvíslinni Nostoc. Kvíslþráðungabelti; frá 2 m dýpi niður að neðri mörkum harða botnsins, þar eru kvtslþráðungar (Cladophora spp.) áberandi. Kransþörungabelti; á mjúkum botni frá 6-10 m dýpi allt niður á 20- 25 m dýpi, þar vex kransþörungurinn tjarnarnál, Nitella opaca Ag., og myndar þéttan „þörungaskóg“, allt að 90 cm háan. Á hörðum botni (0-10 m dýpi) er vatnabobbinn (Lymnaea peregra (Miill.)) ríkjandi hvað varðar líf- þyngd, en ánar (Oligochaeta) og ryk- mý (Chironomidae), sérstaklega þeymý (Orthocladinae), ríkja að fjöld- anum til (Lindegaard 1980, Sigurður Snorrason 1982). I kransþörungabeltinu ber einna mest á toppflugunni (Chironomus is- landicus Kief.) og sitja lirfur hennar í rörum á tjarnarnálinni. Einnig er mik-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.