Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 12

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 12
 ; 1 : '( ;i 'i :: 'l j! ' 7. mynd. Tvær dýrategundir, sem koma mjög við sögu á botni Mývatns. Að ofan er mýlirfa, en kornáta (að fram- an og frá hlið) neðar. — T»vo species which play a major role in the benthos of Lake Mývatn. A chironomid larva above. Eurycercus lam- ellatus below. munnl. uppl.), en hann er fremur fá- tíður utan Mývatns. Tvær nykruteg- undir eru einnig algengar í Ytriflóa. Mest kveður að þráðnykru (Potamog- eton filiformis), en hin tegundin er hjartanykra (P. perfoliatus). Þráð- nykran myndar miklar breiður í Ytri- flóa, einkum í honum sunnanverðum. í vestanverðum Ytriflóa er vatnið svo grunnt, að þráðnykran vex auðveld- lega upp undir yfirborð. Álftir (Cygn- us cygnus) eru sólgnar í þessa jurt, og mikill fjöldi álfta heldur til þarna á sumrin. Rauðhöfðaendur (Anaspenel- ope), sem einnig eru jurtaætur að mestu, hópast að álftunum og notfæra sér það, sem þær rífa upp og skilja eftir. Annar álftahópur heldur sig innst á Neslandavík, sem gengur inn úr Syðriflóa. Þar er mikið af kúluskít, og er vatnið nógu grunnt í víkinni til að álftir nái honum af botninum. Rauðhöfðaendur og gargendur not- færa sér upprót álftanna þar, en oft hópast þær einnig að kaföndum, sem róta upp kúluskít er þær plægja botn- inn í leit að botndýrum. Kafendurnar halda til á nokkuð mis- munandi stöðum eftir tegundum. Til dæmis eru hrafnsendur mest í ná- grenni Vindbelgjarhöfða, en duggend- urnar halda mest til á Neslandavík og víðar á vestanverðum Syðriflóa. Há- 162 vellur eru algengastar á svonefndum Álum og í nágrenni Driteyjar. Kafandategundirnar hafa svolítið mis- munandi smekk hvað fæðu snertir (Bengtson 1971, Arnþór Garðarsson 1979), og er ekki ólíklegt, að dreifing mismunandi andategunda endurspegli svæðisbundna dreifingu ákveðinna botndýra. Svæðisbundin dreifing átu- tegunda kemur skýrt í ljós þegar magainnihald bleikju úr afla Mývatns- bænda er kannað (11. mynd) (Arnþór Garðarsson og Árni Einarsson 1978). Telja má víst, að fæðuval bleikjunnar gefi til kynna hvaða átutegundir eru algengastar á hverjum stað. Endur og bleikja flytja sig nokkuð til á Mývatni, og liggja einkum tvær ástæður að baki. Hin fyrsta er, að þarfir dýranna eru tímabundnar. Á vissum árstímum þarf að leggja áherslu á framleiðslu eggja eða hrogna, og þá skiptir próteinrík fæða höfuðmáli. Á öðrum tímum liggur meira á að safna fituforða, og þá er sótt á önnur mið þar sem heppilega fæðu er að finna. Önnur ástæða er, að átutegundirnar nýtast ekki alltaf jafn- vel. Kornátan er til dæmis einkum í kúluskítnum, og er mest af henni síðla sumars (Hákon Aðalsteinsson 1979). Fæðuval bleikju í Mývatni endurspegl- ar þessar árstíðabundnu breytingar (8.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.