Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 30
4. mynd. Vatnshiti í Ystukvísl á árunum
1977 til 1983. Árinu er skipt í árstíðir. j—á:
júní til ágúst; s: september; o — m: október
til mars; a: apríl; m: maí. — Waler temper-
atures in the outlet of L. Mývatn from 1977
to 1983. The year is divided into seasons.
j—á: June to August; s: September; o—m:
October to March; a: April; m: May.
NIÐURSTÖÐUR
Lífsferlar
Bitmýið (S. vittatum) er ríkjandi
botndýr í Laxá, með 70- 85% af allri
framleiðslu botndýra í ánni (5. mynd).
I mestallri Laxá hefur bitmýið eina
kynslóð á ári, en í efri hluta árinnar
hefur hluti stofnsins tvær, og hugsan-
lega fleiri sum ár. í efri hluta árinnar,
púpa allar lirfur sig í maí og fljúga upp
í júníbyrjun. Flugurnar verpa eggjum
síðar í júní og eftir klak þeirra vex
hluti lirfanna mjög hratt, púpar sig í
júlí og flugur skríða úr púpunum í júlí
og ágúst (1. og 6.-7. mynd). Hinn
hlutinn vex hægar yfir sumarið og lifir
af veturinn sem hálfvaxnar Iirfur. í
ágúst og september bætast við stofninn
lirfur sem klekjast úr eggjum hrað-
vaxta sumarkynslóðarinnar. Hrað-
vaxni hlutinn var um 40% af stofnin-
um í útfallinu í ágúst árin 1977 og
1983, en um 20% 1978 til 1982. Á
Helluvaði var hraðvaxni hlutinn í
nokkrum mæli árin 1977 og 1983, en
hvarf alveg á árunum 1978 til 1982. í
Laxárdal hefur hraðvaxinna einstakl-
inga ekki orðið vart, og var flugtími
bitmýsins í júlíbyrjun.
Komið hefur í ljós að bitmýið í Laxá
tilheyrir 2 systurtegundum, ÍIIL-I og
IS—7 (Klaus Rothfels í bréfi 1984), en
ekki hefur enn verið hægt að skera úr
um hvort hraður eða hægur vöxtur
gangnanna er tengdur þessum systur-
tegundum.
Framleiðsla
Framleiðsla bitmýs er reiknuð út frá
fjölda einstaklinga á flatareiningu og
vaxtarferli þeirra (6.-7. mynd). Fram-
leiðsla bitmýs hefur einnig verið
breytileg eins og lífsferill þess á tíma-
bilinu 1977 til 1984 (8. mynd, tafla 1).
Við útfallið var árleg framleiðsla
1976—77 og 1977-78 um 1 kg/m2, en á
tímabilinu 1979—1982 var árleg fram-
leiðsla minni en Vz kg votvigt/m2. Ár-
leg framleiðsla bitmýs var komin upp í
1,5 kg votvigt/m2 1983-84 (tafla 1).
Minnkun framleiðslunnar árið 1978-9
stafaði aðallega af minni framleiðslu
hraðvöxnu göngunnar, þar sem líf-
þyngd og þéttleiki hennar var aðeins
hluti af heildarlífþyngd og fjölda árin
180