Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 28
Rennsli Laxár er mjög jafnt allt
árið, og eru sjaldan flóð í henni (Sigur-
jón Rist 1979). Einnig er efnasamsetn-
ing vatnsins mjög stöðug (Jón Ólafs-
son 1979b). Áin er tiltölulega hlý mið-
að við aðrar íslenskar ár (4. mynd).
Frá október til apríl er meðalhiti
vatnsins frá 0,3 til 2,3°C , og frá júní til
ágúst er meðalhiti vatnsins milli 9,5 og
13°C (Jón Ólafsson 1979a). ís fer
venjulega af Mývatni í maí, en í
sumum árum getur það dregist fram í
miðjan júní. Einnig kemur það fyrir
að Mývatn verði íslaust í apríl. Á árun-
um sem þessar rannsóknir voru gerðar
fór ís af Mývatni 1. til 25. maí, nema
árin 1979 og 1983, þegar hann fór 10.
júní.
Þrír söfnunarstaðir voru valdir sem
dæmigerðir fyrir Laxá. Þeir voru Mið-
kvísl við Sprengjuflóa (útfall), Hellu-
vað (4 km frá Mývatni) og Prestatá við
Þverá í Laxárdal (22 km frá útfalli).
Árið 1977 voru gerðar athuganir á
stöðvum í öllum kvíslum úr Mývatni,
en frá og með 1978 hefur Miðkvísl
verið tekin sem dæmigerð fyrir útfall-
ið. Á öllum stöðunum var grýttur
botn, dýpi vatnsins var um 1 til 1,2 m
og straumhraði árinnar um 1 m/s. Á
Helluvaðsstöðinni var talsverður sand-
burður í ánni, en svo var ekki á hinum
stöðvunum.
AÐFERÐIR
Botnsýni voru tekin þar sem vatns-
dýpi var um 50 cm. Sýnatakan var
tíðust 1978 og 1979, en þá voru sýni
tekin á 10 til 15 daga fresti frá því
snemma í maí fram í október. Árin
1977 og 1980-84 fóru sýnatökur fram
á mánaðarfresti frá maí til október,
nema í Miðkvísl, þar sem safnað var
oftar. Auk þess voru sýni tekin í janú-
ar öll árin nema 1980 og 1981 og 1983
og 1984. Botnsýnatöku, úrvinnslu
botnsýna og útreikningum á fram-
leiðslu bitmýs svo og töku svifagna-
sýna og meðferð þeirra hefur verið lýst
annars staðar (Gísli Már Gíslason
1985).
Lirfum, sem notaðar voru til að
greina magainnihald, var safnað af
steinum og settar strax í 70% ísópróp-
anól. Sú aðferð, sem notuð var við
undirbúning magasýnanna, byggist í
meginatriðum á aðferð, sem lýst hefur
verið af Wotton (1977).
Sýni af rekandi lirfum voru tekin
fjórum sinnum í Miðkvísl árið 1981 og
einu sinni árið 1984 á sama tíma og
botnsýnin. Reksýnin voru tekin þann-
ig, að háfur (þvermál ops 45 cm,
möskvastærð 80 pm) var festur á steng
yfir ána og rennslismæli komið fyrir í
opi hans. Þannig var unnt að meta það
vatnsmagn sem fór í gegnum háfinn
meðan á söfnun stóð. Reki var safnað
í 15 til 30 mínútur (2—3 sýni í hvert
skipti), oftast 6 til 7 sinnum á sólar-
hring. Sýnin voru sett strax í 70% ísó-
própanól.
Hlutfallslegur fjöldi bitmýslirfa sem
var á reki hverju sinni var reiknaður
samkvæmt jöfnu Elliotts (1965).
Árið 1977 var gluggagildrum (Er-
lendur Jónsson o.fl. í undirb.) komið
fyrir við útfall Syðstukvíslar (Drags-
ey), við vatnshæðarmæli á Helluvaði
og 1978 var einni gildru bætt við á
hólma úti í Laxá við Þverá. Gildrurnar
voru gerðar úr gagnsæju harðplasti
(plexigleri), með glugga (20x20 cm)
sem sneri þvert á straumstefnu árinn-
ar. Flugur, sem fljúga á gluggana falla
í bakka, 16 cm djúpa, sinn hvorum
megin gluggans. í bökkunum var sápu-
blandað formalín (10%). Þessar gildr-
ur voru tæmdar á 10 til 15 daga fresti
frá maí til október.
178