Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 25
Gísli Már Gíslason og Vigfús Jóhannsson
Bitmýið í Laxá
í Suður-Þingeyjarsýslu
INNGANGUR
Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu er með
auðugustu veiðiám á íslandi. Grund-
völlur þessarar miklu fiskgengdar eru
smádýr þau sem lifa í ánni og fiskurinn
étur. í neðri hluta árinnar, sem fellur
um Aðaldal, hafa veiðst árlega um
1100 til 3100 laxar (Salmo salar L.)
(uppl. frá Veiðimálastofnun) og auk
þess hefur veiðst þar talsvert af sjó-
genginni bleikju (Salvelinus alpinus
(L.)) og urriða (Salmo trutta L.). í efri
hluta Laxár, ofan Brúa veiðist hins
vegar nær eingöngu staðbundinn urr-
iði, og hefur árleg veiði þar undanfarin
ár verið milli 1000 og 3000 urriðar (Jón
Kristjánsson 1978, 1982).
Rannsóknir á dýrasamfélögum í ám
eiga sér stutta sögu á íslandi og rann-
sóknir þær sem hér er greint frá í Laxá
eru meðal þeirra fyrstu sinnar tegund-
ar (Gísli Már Gíslason 1985).
Rannsóknirnar eru hluti af stærra
verkefni, sem unnið er af starfs-
mönnum Líffræðistofnunar Háskólans
á Iífríki Mývatns og Laxár. Fylgst er
með þörunga- og dýrastofnum í lífrík-
inu, og orsakir stofnstærðarbreytinga
greindar.
Markmið rannsóknanna, sem nú
standa yfir, er að ákvarða með sem
minnstri óvissu hvaða þættir það eru
sem ráða stofnstærð og afkomu þeirra
tegunda sem hér er um að ræða. Jafn-
framt er það von okkar, að niðurstöð-
ur þeirra færi okkur nær því takmarki
að segja fyrir hvaða þættir ráða stofn-
stærð dýra almennt.
LIFNAÐARHÆTTIR
Bitmý (Simuliidae) er í flestum
straumvötnum á íslandi. Hérlendis
eru fjórar tegundir þekktar (Peterson
1977), og er mývargurinn (Simulium
vittatum Zett.) ein þeirra. í útföllum
stöðuvatna eins og Laxá eru lirfur mý-
vargsins ríkjandi. Mývargurinn er eina
bitmýstegundin hérlendis sem bítur
spendýr (Peterson 1977). Tvær teg-
undir bitmýs (S. aureum Fries, S. vern-
um Macquart) hér á landi bíta einung-
is fugla og ein tegund (Prosimulium
ursinum (Edw.)) lifir á blómasykri
(Davies 1954, Peterson 1977).
Bitmý er aðlagað straumvatni, þar
sem þrjú af fjórum stigum lífsferilsins
eru (1. mynd). Eggjum er verpt á
steina eða gróður í ánni, og klekjast
lirfur úr þeim eftir nokkra daga. Lirf-
urnar spinna vefi úr silki, líma þá á
steina og festa sig síðan á vefina með
litlum krókum, sem þær hafa á aftur-
endanum. Lirfan getur einnig spunnið
líflínu úr silkinu og flutt sig á henni
neðar í ána með straumnum, þar til
hún finnur hentugan stað til að taka
sér bólfestu eða dregið sig aftur að
175
Náttúrufræðingurinn 55(4), bls. 175-194, 1985