Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 10

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 10
0 5. mynd. Breytingar á lífríki Syðriflóa. Sýnt er hvernig stofnar nokkurra plöntu- og dýrategunda (A-E) hafa breyst frá því Mývatn nryndaðist fyrir um 2300 árum. Saga þessi er lesin úr lífveruleifum í borkjörnum úr botnleðju Mývatns. Lengst til vinstri (A) er þéttleiki leifa af kúluskít (Cladophora). Önnur línurit eiga við lífverur, sem fyrirfram má ætla, að séu háðar kúluskítnum. B er hlutfall kísilþörunga af ættkvíslunum Cocconeis og Epithemia. C er þéttleiki krabbadýraleifa af ættinni Chydoridae. D er hlutfall leifa af bogmýi (Orthocladiinae) og E er hlutfall kornátuleifa (Eurycercus lamellatus). Lega öskulagsins “a“ er sýnd, en það féll á seinni hluta 15. aldar, sennilega árið 1477. Að mestu byggt á Árna Einarssyni (1982). - Changes in the ecosystem of the Syðriflói basin during its history of 2300 years as revealed by plant and animal remains in the sediment. The leftmost diagram (A) shows clianges in the density of Cladophora aegagropila remains. The other diagrams (B-E) referto organisms, which dependon the Cladophora: (B) percentages of dialoms of the genera Cocconeis and Epithemia, (C) density of chydorid (Cladocera: Chydoridae) fragments, (D) percentages of orthocladin midges (Chironomidae: Orthocladiinae), (E) percentages of Eurycercus lamellatus. A tephra layer from late 15th century A.D. is also shown. Mostly based on Arni Einarsson (1982). Þannig syndir öndin nokkra metra og plægir leðjuna en lætur sig síðan fljóta upp á yfirborðið á ný til að anda (9. mynd). Mest éta kafendurnar af mý- flugulirfum, kornátu og sniglum, en einnig éta þær talsvert af skötuormum og kúluskít (Bengtson 1971, Arnþór Garðarsson 1979). Það kemur sér vel fyrir endurnar hve grunnt Mývatn er, því að þær hafa takmarkað köfunar- þol. Flest önnur jafnstór vötn í okkar heimshluta eru of djúp til að koma andfugli að gagni. FJÖLBREYTNI ANDFUGLA Við Mývatn verpa 8-9 þúsund andapör (Arnþór Garðarsson 1979). Það er þó ekki fjöldi fuglanna einvörð- ungu, sem borið hefur hróður Mý- vatns. Fjölbreytni fuglalífsins skiptir ekki minna máli. í Mývatnssveit verpa allar íslenskar andategundir að æðar- 160

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.