Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 26
SUMAR
1. mynd. Lífsferill bitmýs í Laxá. Ofarlega í ánni hefur hluti stofnsins tvær kynslóðir á ári,
en aðeins ein kynslóð er í Laxárdal. — The life cycle of Simulium vittatum in the R. Laxá.
In the upper reaches of the river are two cohorts per year, but in the lower reaches, only
one. Explanations: VOR—spring, SUMAR—summer, IIA UST—autumn and VETUR—
winter.
festistað línunnar. Á höfðinu hefur
bitmýslirfan tvo háfa, sem hún notar
til að veiða lífrænar agnir úr vatninu.
Smæstu agnir, sem lirfan veiðir eru
innan við 1 (tm, en þær stærstu eru um
350 jrm (Williams o.fl. 1961). Þegar
lirfan hefur náð fullum þroska, færir
hún sig á lygnari stað og púpar sig.
Púpan er í hylki, sem lirfan gerir úr
silkiþræði, og er hylkið límt á steina
eða gróður. Púpustigið stendur frá
nokkrum dögum til 3 vikur eftir hita-
stigi vatnsins, en að því loknu skríður
flugan úr púpunni, flýtur upp að yfir-
borðinu og flýgur upp.
Eftir að kvenflugan hefur flogið upp
176