Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 56
nái ekki að verða jafn stórar og full-
þroska kuðungableikjur þar sem
magafylli beggja gerðanna er svipuð.
Athuganir Lindströms (1955) og
Frosts (1977) á atferli bleikju við svif-
dýraát benda til að þær gleypi nokkur
krabbadýr í senn, en síi þau ekki úr
vatninu. Líklega gildir sama um murt-
una í Þingvallavatni. Síun svifdýra er
að öllu jöfnu mun afkastameiri
fæðuöflunaraðferð en einstaka
munnglefs, a. m. k. ef þéttleiki fæðu-
agnanna er mikill. Sé glefsiaðferðin
notuð má gera ráð fyrir að fjöldi fæðu-
eininga, sem innbyrtar eru á tímaein-
ingu, vaxi jafnt með vaxandi þéttleika
fæðueininga til að byrja með, en síðan
dragi úr fæðunámshraðanum uns hann
nær hámarki, sem breytist ekki þótt
þéttleiki fæðueininga sé aukin. Það
sem takmarkar afrakstur slíkrar fæðu-
öflunaraðferðar er sá tími og orka sem
fer í að hremma og kyngja hverjum
munnbita. Vegna þess hversu fæðu-
agnirnar (svifkrabbarnir) eru smáar er
möguleiki á að fæðuöflunartækni
murtunnar fullnægi einfaldlega ekki
vaxandi orkuþörf hennar með hækk-
andi aldri og þá dragi úr vexti hennar.
Hver fæðueining kuðungableikj-
anna er margfalt stærri en murtanna
og getur það skýrt af hverju þær verða
stærri, þrátt fyrir að orkugildi og melt-
anleiki vatnabobba sé minni en svif-
krabba.
Þrátt fyrir háa tíðni lítillar magafylli
hjá sílableikju nær hún verulegum
vaxtarhraða. Hér kemur ýmislegt til.
Hornsíii eru stórar fæðueiningar og
orkugildi þeirra hátt. Þá má benda á
að fiskar sem lifa á öðrum fiskum virð-
ast nýta fæðu sína mjög vel (Nikolsky
1963).
Eins og komið hefur fram helst í
hendur að er fiskarnir verða kyn-
þroska þá hægir á vextinum. Ljóst er
að allmikil orka fer í myndun hrogna
og svila svo og í kynatferli, orka sem
ekki nýtist til vaxtar annarra vefja.
Við kynþroska verða og verulegar
breytingar á hormónastarfsemi sem
hafa áhrif á vöxtinn auk þess sem veru-
lega dregur úr fæðunámi (sbr. 6.
mynd). Það getur því allt eins verið að
orsaka stærðarmunar bleikjugerðanna
sé fyrst og fremst að leita í kynþroska-
ferlinu, en ekki í fæðunni.
Útlit bleikjugerðanna, einkum
munnlögun og litarfar (sbr. 1. mynd),
virðist endurspegla lifnaðarhætti
þeirra á all skýran hátt. Dverg- og
kuðungableikja bera mörg einkenni
hægfara botnfiska (sbr. Keast og
Webb 1966) og munnlögun þeirra er
sérlega vel aðlöguð að botndýraáti,
t. d. að skafa upp eða soga vatna-
bobba af botngrjótinu. Dökkt litarfar
þeirra, þó einkum búningur dverg-
bleikja, samlagast botninum vel. Vaxt-
arlag og litaraft murtu og sílableikju er
meira í ætt við hraðskreiða uppsjávar-
fiska eða ránfiska (sbr. Keast og Webb
1966). Skoltar eru jafnlangir og gin-
vídd tiltölulega mikil, og eiga þessi
einkenni ágætlega við lifnaðarhætti
þeirra.
SAMANBURÐUR VIÐ AÐRAR
RANNSÓKNIR
Innlendar athuganir. Niðurstöðum
þessarar rannsóknar ber ágætlega sam-
an við niðurstöður fyrri athugana á
fæðu bleikjanna í Þingvallavatni
(Bjarni Sæmundsson 1904, Árni Frið-
riksson 1939, Úlfar Antonsson 1980,
Sigurður Snorrason 1982). Hafa
verður í huga að sýnatökur í athugun-
um framangreindra manna voru mjög
takmarkaðar í tíma og rúmi. í fyrri at-
hugunum kemur fram að sílableikjur
nærast talsvert á murtu. Athyglisvert
er að Bjarni nefnir hornsíli ekki á
206