Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 13
A
B
C
D
E
F
8. mynd. Fæða bleikju í
Syðriflóa sumarið 1978.
Myndin sýnir hlutföll bleikju-
maga, sem höfðu fæðu-
tegundirnar A—F sem
aðalfæðu (meira en helming
magainnihalds) og hvernig
hlutföll fæðutegunda breyttist
yfir sumarið (apríl-septem-
ber). (A) hornsíli, (B) lang-
halafló (svifkrabbategund),
(C) rykmý (lirfur og púpur),
(D) kornáta, (E) skötu-
ormur, (F) vatnabobbar.
Byggt á gögnum úr Arnþóri
Garðarssyni, Árna Einars-
syni og Erlendi Jónssyni
(1979). — Food of arctic char
(Salvelinus alpinus) in the
Syðriflói basin in 1978. The
figure shows percentages of
stomachs witli food species
A—F as main food (more
than 50% of stomach con-
tents) and how the percen-
tages varied throughout the
summer (April through
September). (A) Gasterosteus
aculeatus, (B) Daphnia longi-
spina, (C) Chironomidae (lar-
vae and pupae), (D)
Eurycercus lamellatus, (E)
Lepidurus arcticus, (F) Lym-
naea peregra. Based on data
in Arnþór Garðarsson et al.
(1979).
mynd). Einnig er hægt að taka mýflug-
urnar sem dæmi. Mýflugutegundirnar
eru allmargar og dreifing þeirra á
botninum nokkuð ólík. Vaxtarhraði
lirfanna er misjafn, og tegundirnar
klekjast misoft á ári (Lindegaard og
Pétur Jónasson 1979, Erlendur Jóns-
son 1979). Toppflugan (Chironomus
islandicus) er stærst mýflugnanna.
Toppflugurnar skríða úr púpunum á
vorin, og í stað stórra lirfa og púpna,
sem eru góðir munnbitar fyrir silung
og endur, koma nýklaktar og agn-
arsmáar lirfur nýrrar kynslóðar. Þá
hætta toppflugulirfur að vera ákjósan-
leg fæða, og endur og silungur færa sig
á ný svæði þar sem aðrar botndýrateg-
undir ríkja.
Ekki er það vegna lirfanna einna
sem mýið er svo þýðingarmikið í lífríki
Mývatns. Þegar púpurnar klekjast
fljúga mýflugur í milljónatali upp af
163