Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 45

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 45
Hilmar J. Malmquist, Sigurður S. Snorrason og Skúli Skúlason: Bleikjan í Þingvallavatni I. Fæðuhættir INNGANGUR Bleikjan (Salvelinus alpinus (L.)), sem er af ætt laxfiska (Salmonidae), finnst umhverfis allt norðurhvel jarð- arinnar og býr nyrst allra ferskvatns- fiska. Bæði er um að ræða vatna- bleikju (staðbundna stofna) og sjó- bleikju (göngustofna). Hér á landi finnst vatnableikja í flestum vötnum, bæði á láglendi og hálendi, og virðist hún þrífast jafnt í grunnum heiðavötnum sem djúpum dalavötnum. Sjóbleikjan heldur sig aðallega í kalda sjónum við N og A- ströndina (Gunnar Jónsson 1983). Erlendis hafa rannsóknir á bleikju- ættkvíslinni verið mjög gróskumiklar hin síðari ár og má í þeim efnum benda á veglegt safnrit ritstýrt af Bal- on (1980). Áhugi manna hefur ekki hvað síst beinst að bleikjunni, einkum vegna hins mikla breytileika í svipfari og lifnaðarháttum. Sérstaka athygli hefur vakið að oft má finna tvær, sjaldan þrjár, ólíkar gerðir (afbrigði, stofna) bleikju saman í vötnum, einkum þó stórum og djúpum. Bleikjugerðirnar má greina að á útliti (fisklögun, munn- lögun og litarfari), lifnaðarháttum (s. s. fæðu og búsvæðavali) og lífsögu- legum þáttum (t. d. kynþroskaaldri og stærð við kynþroska) (Johnson 1980, Hindar og Jonsson 1982, sjá töflu 1). Að auki má oft þekkja bleikjugerðir í sundur á sníkjudýrafánu, ólíkum hrygningartíma og stöðum, mismun- andi fjölda tálknatinda og skúflanga, og á breytileika í ensímum. í kjölfar rannsókna á bleikjunni hef- ur átt sér stað mikil umræða, einkum á sviði þróunarfræði og vistfræði, og eru menn ekki á eitt sáttir um uppruna né eðli þessa breytileika. Jafnframt grein- ir menn á um flokkunarfræðilega stöðu bleikjugerðanna (sjá t. d. Saavaitova 1980, Nyman o. fl. 1981, Nordeng 1983). Sveigjanleiki bleikjunnar í fæðuvali endurspeglar líklega að einhverju leyti aðlögun hennar að óstöðugu umhverfi á norðlægum slóðum, t. d. árstíða- bundnum sveiflum eða sveiflum milli ára í fæðustofnum. Aðskilnaöur bleikjugerða í ólíkar fæðuvistir og búsvæði (sbr. töflu 1) er vanalega árstíðabundinn og virðist hvað gleggstur síðla sumars og í haustbyrjun, þegar ætla má að fæðu- framboð sé einna minnst miðað við fæðuþörfina. Þá er vatnshitinn hvað hæstur og líklegt að efnaskiptahraði fiskanna sé hár. Á öðrum árstímum nýta bleikjugerðirnar að mestu sömu fæðudýrin. Þessi skipting í fæðu- og Náttúrufræðingurinn 55(4), bls. 195—217, 1985

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.