Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 68

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 68
RITFREGN FJÖLRIT NÁTTÚRUFRÆÐI- STOFNUNAR Ný ritröð, Fjölrit Náttúrufræðistofn- unar, hóf göngu sína í júní síð- astliðnum. Er ætlunin að ritröð þessi flytji greinar um hvers konar náttúru- fræðilegt efni. í hverju hefti er aðeins ein grein. Tvö fyrstu ritin eru þegar komin út. Hið fyrsta er eftir Bergþór Jóhannsson mosafræðing. Nefnir hann það Tillög- ur um nöfn á íslenskar mosaœttkvíslir. Bergþór er sá maður sem mest hefur fengist við mosarannsóknir á Islandi og því hlýtur þetta kver, með nöfnum sem langflest eru ný, að vekja forvitni margra. Annað heftið í ritröðinni nefnist Dagbók um Heklugosið 1947-1948. Hún er skrifuð af Jóhanni G. Guðna- syni í Vatnahjáleigu, Austur-Land- eyjum, en Haukur Jóhannesson, jarð- fræðingur á Náttúrufræðistofnun, ann- aðist útgáfuna og ritaði inngang. Eins og segir í inngangi hlýtur þessi lýsing gossins að vera mikill fengur fyrir jarðfræðinga. Á það ekki síst við um seinustu mánuði gossins, því að um þá munu finnast fáar heimildir. Ritin eru seld á Náttúrufræðistofn- un og kosta kr. 100. Þar er einnig hægt að gerast áskrifandi að ritröðinni eða fá einstök hefti send í pósti. Pálína Héðinsdóttir 218

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.