Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 54
N= 365 370 380 289
TÓMUR
VOTTUR >;
<
<3
<
s
HALFUR
FULLUR
5. mynd. Magafylli bleikju-
gerðanna í Þingvallavatni.
Tómur magi = engin fæða,
vottur = fæða rúmar minna
en '/3 af magarými, hálffullur
magi = fæða er frá og með Vá
til og með % af magarými,
fullur magi = fæða er meira
en % af magarými. — Sto-
tnach fullness of the charr
morphs in lake Þingvallavatn.
„Tómur" = empty, „vottur“
= trace (food less than ‘/3 of
stomach volume), „hálfful-
lur“ = half (food from % to
%rds of stomach volume),
,fullur“ = full (food more
than 2/s of stomach volume).
Ekki er gerlegt að fjölyrða um vöxtinn
fyrstu tvö æviárin þar eð þessa aldurs-
flokka vantar að mestu í aflann. Allar
bleikjugerðirnar vaxa að jafnaði nokk-
uð hratt allt fram að kynþroska (sbr.
Skúli Skúlason 1983), en þá hægist á
vexti þeirra. Munurinn á vaxtarferlum
bleikjugerðanna felst aðallega í því
hvenær vöxturinn hægist og hve mikið.
UMRÆÐUR OG ÁLYKTANIR
Framboð og val fœðu
Þeir hryggleysingjar sem mestu máli
skipta í botndýrasamfélagi Þingvalla-
vatns hvað lífþyngd og þéttleika
áhrærir, eru ánar, rykmý og vatna-
bobbar (Lindegaard 1980, Sigurður
Snorrason 1982). Niðurstöðurnar sýna
glöggt að botnbleikjurnar (þ. e.
dverg- og kuðungableikjur) velja
vatnabobba langtum frekar en ána og
rykmýslirfur. Við teljum að hér komi
aðallega þrennt til. í fyrsta lagi er mik-
ið af vatnabobbum. í öðru lagi eru
þeir tiltölulega stórir borið saman við
mýlirfur og ána og í þriðja lagi er
e. t. v. auðveldara að ná í þá.
Ánar fundust aldrei í mögum
dvergbleikju eða murtu, aðeins einu
sinni í maga kuðungableikju, en fimm
sinnum í sílableikju. Ánar eru auð-
meltir og því er talið að mikilvægi
þeirra í fæðu fiska sé oft vanmetið þar
eð leifar þeirra finnast sárasjaldan í
meltingarvegi þeirra (Aarefjord o. fl.
1973). Flestar liðormategundir, sem
lifa í vatni, eru mjög smágerðar og lifa
gjarnan niðurgrafnar í leðjubotni
(Aarefjord o. fl. 1973) og er því frekar
erfitt fyrir fiska að ná í þessar lífverur.
Á hörðum botni í Þingvallavatni lifa
allmargar tegundir ána. Einungis einn,
vatnsmaðkurinn (Eiseniella tetraedra
(Savigny)) getur talist sæmilegur
munnbiti. Þrátt fyrir að ánarnir meltist
hratt og vel teljum við að mikilvægi
þeirra í fæðu bleikjugerðanna sé ekki
vanmetið. Hins vegar getur verið að
tíðni á fyrirkomu þeirra sé eitthvað
vanmetin.
Rykmýslirfur komu oft fyrir, sér-
stakíega hjá dvergbleikjum, en iðu-
204