Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Síða 12

Náttúrufræðingurinn - 1985, Síða 12
 ; 1 : '( ;i 'i :: 'l j! ' 7. mynd. Tvær dýrategundir, sem koma mjög við sögu á botni Mývatns. Að ofan er mýlirfa, en kornáta (að fram- an og frá hlið) neðar. — T»vo species which play a major role in the benthos of Lake Mývatn. A chironomid larva above. Eurycercus lam- ellatus below. munnl. uppl.), en hann er fremur fá- tíður utan Mývatns. Tvær nykruteg- undir eru einnig algengar í Ytriflóa. Mest kveður að þráðnykru (Potamog- eton filiformis), en hin tegundin er hjartanykra (P. perfoliatus). Þráð- nykran myndar miklar breiður í Ytri- flóa, einkum í honum sunnanverðum. í vestanverðum Ytriflóa er vatnið svo grunnt, að þráðnykran vex auðveld- lega upp undir yfirborð. Álftir (Cygn- us cygnus) eru sólgnar í þessa jurt, og mikill fjöldi álfta heldur til þarna á sumrin. Rauðhöfðaendur (Anaspenel- ope), sem einnig eru jurtaætur að mestu, hópast að álftunum og notfæra sér það, sem þær rífa upp og skilja eftir. Annar álftahópur heldur sig innst á Neslandavík, sem gengur inn úr Syðriflóa. Þar er mikið af kúluskít, og er vatnið nógu grunnt í víkinni til að álftir nái honum af botninum. Rauðhöfðaendur og gargendur not- færa sér upprót álftanna þar, en oft hópast þær einnig að kaföndum, sem róta upp kúluskít er þær plægja botn- inn í leit að botndýrum. Kafendurnar halda til á nokkuð mis- munandi stöðum eftir tegundum. Til dæmis eru hrafnsendur mest í ná- grenni Vindbelgjarhöfða, en duggend- urnar halda mest til á Neslandavík og víðar á vestanverðum Syðriflóa. Há- 162 vellur eru algengastar á svonefndum Álum og í nágrenni Driteyjar. Kafandategundirnar hafa svolítið mis- munandi smekk hvað fæðu snertir (Bengtson 1971, Arnþór Garðarsson 1979), og er ekki ólíklegt, að dreifing mismunandi andategunda endurspegli svæðisbundna dreifingu ákveðinna botndýra. Svæðisbundin dreifing átu- tegunda kemur skýrt í ljós þegar magainnihald bleikju úr afla Mývatns- bænda er kannað (11. mynd) (Arnþór Garðarsson og Árni Einarsson 1978). Telja má víst, að fæðuval bleikjunnar gefi til kynna hvaða átutegundir eru algengastar á hverjum stað. Endur og bleikja flytja sig nokkuð til á Mývatni, og liggja einkum tvær ástæður að baki. Hin fyrsta er, að þarfir dýranna eru tímabundnar. Á vissum árstímum þarf að leggja áherslu á framleiðslu eggja eða hrogna, og þá skiptir próteinrík fæða höfuðmáli. Á öðrum tímum liggur meira á að safna fituforða, og þá er sótt á önnur mið þar sem heppilega fæðu er að finna. Önnur ástæða er, að átutegundirnar nýtast ekki alltaf jafn- vel. Kornátan er til dæmis einkum í kúluskítnum, og er mest af henni síðla sumars (Hákon Aðalsteinsson 1979). Fæðuval bleikju í Mývatni endurspegl- ar þessar árstíðabundnu breytingar (8.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.