Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1985, Qupperneq 50

Náttúrufræðingurinn - 1985, Qupperneq 50
ið um rörána (Tubificidae) og efju- skeljar (Pisidium sp.) niðri í botnleðj- unni (Lindegaard 1980). í setinu á djúpbotninum eru röránar af tegund- inni Tubifex tubifex (Mull.) langal- gengastir (Lindegaard 1980). í Þingvallavatni eru auk bleikjunnar tvær fisktegundir; hornsíli (Gasteros- teus aculeatus L.) og urriði (Salmo trutta L.). Bændur við vatnið stunda umtalsverðar veiðar á bleikjunni. Á tímabilinu 1958-1984 hefir murtuafl- inn sveiflast milli 5-70 tonna á ári (blautvigt), en aflatölur einar sér gefa vart rétta mynd af sveiflum í stofn- stærð (Sigurður Snorrason o. fl. 1984). Samkvæmt nýjustu bergmálsmæl- ingum sem fóru fram haustið 1983 var magn veiðanlegrar murtu úti í vatns- bolnum á bilinu 60—150 tonn (800 þús- und — 1,7 milljón fiskar). Þetta eru lágmarkstölur sem ekki taka til fiska á grunninu (Torfinn Lindem pers. uppl.). Lítil vitneskja er til um hornsílin í Þingvallavatni. Athuganir á krans- þörungabeltinu svo og tilraunaveiðar á strandgrunnsbotninum benda þó til að um stóran stofn sé að ræða. Af urriða er hverfandi lítið í Þing- vallavatni, ef marka má veiðina. AÐFERÐIR Veiðar fóru fram á tímabilinu 14. maí—22. október 1981. Við öflun gagna var að mestu notast við samsett og ósamsett lagnet, en flotnet voru einnig lítillega notuð. Samsettu lagnet- in (36x1,5 m) eru hvert með 12 mis- munandi möskvastærðum 10, 12,5, 16,5, 22, 25, 30, 33, 38, 43, 50, 60, og 72 mm legglengd) og spannar hver eining 3 m. Ósamsettu netin (25 m x 1,5 m) eru hvert með eina möskvastærð (12,5, 18,5, 22, 25, 30, 32, 36, 38, 45, 48 eða 60 mm legglengd). Flotnetin (30 m X 6 m) eru sett saman með fjórum möskvastærðum (12,5,16,5,19 og 22 mm legglengd). Veitt var á fimm stöðum við vatnið (2.mynd). Reynt var að halda jöfnu veiðiátaki, þ. e. lögð voru sex til níu net á hverri veiðistöð með tveggja til þriggja vikna millibili. Vegna veðra og vinda tókst ekki að halda þessari áætl- un í hvívetna. Venjulega voru netin lögð seinni hluta dags og þau tekin upp árla næsta morgun. Lagnir voru oftast á dýptarbilinu 2—6 m (á hörðum botni), en sjaldnar á 6—20 m dýpi (í kransþörungabeltinu). Alls veiddust 2191 bleikjur og 15 urriðar. Afla hvers nets var haldið að- skildum. Bleikjurnar voru flokkaðar í gerðir eftir ytra útliti þeirra (kuðunga- bleikju, dvergbleikju, murtu og síla- bleikju) og var einkum tekið mið af lögun skolta og lit fiskanna. Fiskurinn var veginn óslægður og klauflengd fisksins mæld frá snoppu og aftur í sporðklaufina. Fiskarnir voru kyngreindir og kynþroskastig metið samkvæmt Dahl (1917). Kvarnir voru teknar og aldur ákvarðaður með hlið- sjón af aðferð Nordengs (1961). Meltingarvegur var tekinn úr 1541 fiski og varðveittur í 10% formalín- lausn. Við greiningu fæðunnar var innihald úr vélinda og maga notað. Magafylli var greind í fjóra flokka; 1) tómur magi, 2) vottur af fæðu; inni- hald fyllir minna en lA af magarými, 3) hálffullur magi; innihald fyllir lA—2A af magarými, 4) fullur magi; innihald fyllir meira en 2A af magarými. Við greiningu á fæðu var magainni- haldinu komið fyrir í kvarðaðri petri- skál ásamt vatni og fæðan skoðuð í víðsjá (10-20föld stækkun). Lindýr og fiskar voru greind til tegunda, en þörungar, krabbadýr og skordýr voru 200
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.