Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1987, Qupperneq 17

Náttúrufræðingurinn - 1987, Qupperneq 17
fullyrðingum Guðrúnar Larsen (1979), en þar segir: . . að tota úr Landbrotshrauninu hafi þarna troðið sér inn í eldri jarðveg, eins og víðar við hraunjaðarinn á þessu svæði.“ Ekki hefur fengist svar við því hvar slíkt er að sjá. Svo vel þekki ég það svæði við Skaftá sem Svíri heitir, og er forn án- ingarstaður ferðamanna, að ég fullyrði að þar er hvergi í bakka Skaftár að sjá nokkuð það er líkist teikningu Guð- rúnar á bls. 11 í nefndu riti. Skaftá rennur þar ofan á Landbrotshrauninu og jarðvegur milli gjallhólanna hvergi svo þykkur sem sýnt er og ekki heldur truflaður. Skal nú gerð grein fyrir nokkrum þeim atriðum, sem við vitum með svo fullri vissu, sem framast er hægt að krefjast. Landbrotshraunið er innan af hálendinu komið, og hvort heldur er reiknað með upptökum þess í Eldgjá eða annars staðar, hefur það runnið a. m. k. um 30-40 km leið áður en það er niður í Landbrotið komið. Margföld reynsla fengin gegnum bor- anir er að þykkt basalthrauna, sem svo langt hafa runnið er af stærðargráð- unni 20 m. Borun gegnum jaðar Landbrotshrauns gegnt Kirkjubæjar- klaustri sýndi að það er þar 22 m þykkt, en skammt þaðan er hraunið hærra og því þykkara. Hraun, sem svo langt hefur runnið veltur fram líkt og belti á jarðýtu. Það er þess vegna að í hraunbrúninni verða til stórar og smá- ar hraunkúlur, en þær eru algengar í Landbroti og má víða sjá í rauðamal- arnámum (Jón Jónsson 1970). Hiti í rennandi basalthrauni virðist vera um 1150°C og samkvæmt tilraunum, sem gerðar hafa verið með hraun af Kötlu- Eldgjár svæðinu (Tilley o. fl. 1967) virðist það hraun storkna á bilinu 1000-950°C og sýnist því mega ætla að það sé fullstorknað þegar nokkuð niður fyrir lægri töluna kemur. JARÐVEGSSNIÐ HJÁ YTRI DALBÆ Norðan undir túninu, í bakka Rás- ar, er einkar fróðlegt snið gegnum jarðlög þau, sem ofan á hrauninu eru. í heild er sniðið um 10 m þar sem það er best og þar sem tekin voru sýni til 14C aldursgreininga (sjá síðar). Les- endur þessarar greinar bið ég að huga vandlega að 10. mynd. Þar má vel greina hin tvö ljósu öskulög, sem aldursákvörðuð hafa verið og eins einkar regluleg mólög bæði ofan við þau og neðan. Ur þessum jarðvegs- lögum má lesa gróðurfarsbreytingar, sem þarna hafa orðið í aldanna rás. Næst hrauninu eru gróðurleifar ógreinilegar, en þó má þar finna mosa- klær ef vel er að gætt, en holur milli steina efst í hrauninu eru fylltar kísil- gúr, sem sýnir að þar var vatn. Svo sem 30—40 cm ofan við hraunið fer að bera á smávöxnum kvistgróðri, sem fljótlega þróast í birkiskóg, og virðist sá gróður hafa verið ráðandi í meira en 1000 ár. Eftir það fer að bera á hnign- un. Smávaxinn kvistgróður verður ráðandi á ný, en hverfur smátt og smátt þegar ofar í sniðið kemur og loks verður fokjarðvegur ráðandi. Það skal hér tekið fram að þetta er byggt á mínum eigin athugunum, en maður sérhæfður í jarðvegs- og gróðurleifa- rannsóknum gæti að sjálfsögðu lesið meira út úr þessu. Svo aftur sé vikið að myndinni, bið ég lesendur að hafa í huga að ekki vottar fyrir kolun í þessum gróður- leifum. Einnig að mólögin eru óhreyfð hið næsta hrauninu og a. m. k. 2—3 m upp eftir sniðinu (sbr. skófluna), en verða trufluð er ofar dregur. Mómynd- unin sýnir að þarna var votlendi, mýr- arbollar og tjarnir í lautum og því hafa gróðurleifarnar varðveist svo vel. Líka er þar kísilgúr. Þetta kallar óhjá- 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.