Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1987, Side 20

Náttúrufræðingurinn - 1987, Side 20
Sæmundar Hólm (1784) er svæðið austan við Dalbæjarstapa nefnt Skaft- áreyrar (Sbr. Jón Jónsson 1983, bls. 151). í vatnavöxtum fer enn mikið vatn í Rás og brýtur land. NÝKOMI Landnáma segir að Ketill fíflski „nam land milli Geirlandsár og Fjaðrár fyrir ofan Nýkoma“ (Einar Ól. Sveins- son 1948). Þorvaldur Thoroddsen (1894) segir að það sem Landnáma nefnir svo sé kvísl úr Skaftá. Það virð- ist vera Jón Sigurðsson (1857—76, bls. 198, athugas.) sem fyrst kemur fram með þá hugmynd að um hraun sé að ræða. Ekki er vitað til að hann hafi verið staðkunnugur austur þar og heimild hans ókunn. Nokkuð almenn er sú skoðun þar um sveitir að skýring Thoroddsens sé hin rétta. Hins vegar verður ekki með öllu auðvelt að koma því heim og saman að hraun hafi runn- ið laust fyrir miðja 10. öld og að jafn- framt hafi Skaftá tekið að renna með- fram því austan við Dalbæjarstapa. Vitað er að Skaftá rann úti á hrauninu þar vestur af og gerir svo enn frá Hell- isnesi að Dalbæjarstapa, en ekki milli hrauns og hlíða eins og nú. Um forna farvegi Skaftár hef ég fjallað all ítar- lega áður (Jón Jónsson 1958a, 1958b og 1983) og er ekki ástæða til að endurtaka það hér. GRÍMSTANGI Austan við Hæðarlæk liggur Land- brotsvegur um dálitla hæð, sem Grímstangi heitir. Klettar og hraunnibbur standa þar enn upp úr jarðvegi. í sambandi við lagfæringar á veginum 1984 var jarðvegur fjar- lægður úr vegarstæðinu, að heita mátti niður á fast, en það undirlag er að sjálfsögðu Landbrotshraun. Þarna gafst tækifæri til að grafa dýpra án verulegrar fyrirhafnar. Við það kom í ljós það, sem sýnt er á meðfylgjandi teikningu (11. mynd). Um 2 m breið sprunga er þarna í hrauninu, en það er einkennandi fyrir þessa svo nefndu Hálsa í Landbroti að þeir eru rifnir að endilöngu og bergið í þeim nær alltaf þétt og gjall kemur vart fyrir. Dæmi um þetta er Baðstofunef norður af Nýjabæ, Norðurháls hjá Hátúnum o. fl. Sprungan í Grímstanga er fyllt moldarjarðvegi og í honum koma fyrir öskulögin tvö, sem aldursákvörðuð hafa verið. Þarna eru þau með 32 cm millibili og fullkomlega regluleg. Ekki gróf ég nema lítið eitt niður fyrir neðra lagið, enda var mér þá ekki kunnugt um tvö, ljós öskulög, sem neðar eru í jarðvegi víða á þessum slóðum, sbr. síðar. Þarna er því fengin enn ein sönnun fyrir háum aldri hraunsins. Mikið áfok er þarna ofar í sniðinu og því illt að greina öskulög á nokkru bili, en lagið frá gosinu í Öræfajökli 1362 er mjög greinilegt og um 1 cm þykkt og eins er gráa lagið lítið eitt neðar. Ör- æfajökulslagið er þarna hátt í 3 m ofan við hraunið. Þessi tvö öskulög fylgjast að um héraðið allt og eru því þýðingar- mikil einkennislög í jarðvegi á þessum slóðum. HVAÐAN ER LANDBROTS- HRAUN KOMIÐ? Ég tel að nú hafi með ljósum rökum verið sýnt fram á tvennt í þessu spurs- máli, nefnilega: Að Landbrotshraun getur ómögulega hafa runnið á sögu- legum tíma, og að það getur ekki verið sama hraun sem síðast rann austur úr Eldgjá. 14
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.