Náttúrufræðingurinn - 1987, Síða 27
Erlendur Jónsson:
Rykmý
INNGANGUR
í hugum fjölmargra eru mýflugur
hálfgerð óargadýr sem ráðast á fólk og
sjúga úr því blóð. Þetta er í raun al-
rangt, því að nafnið mýfluga er sam-
heiti yfir stóran ættmeið flugna og ein-
ungis örfáar þeirra sjúga blóð en aðrar
lifa af landsins gæðum.
Flugur, sem með réttu eiga að heita
tvívængjur (Diptera : di - tveir, pter-
on — vængur), eru stærsti ættbálkur
íslenskra skordýra. Einkenni þeirra
er, eins og latneska nafnið bendir til,
að þær bera tvo vængi alls. Það sem
upprunalega var aftara vængjaparið er
ummyndað í svonefnda kólfa, sem eru
kylfulaga líffæri er sveiflast í takt við
vængina. Gegna þeir m.a. hlutverki
við skynjun á breytingum í flugstefnu.
Flugum (Diptera) er oft skipt í þrjá
meginhópa, allt eftir útliti og þroska-
ferli flugnanna (Borror o.fl. 1975).
Einn þessara meginhópa eru mýflugur
(Nematocera), sem gjarnan eru
grannvaxnar, með langa granna fætur
og margliða fálmara. Til mýflugna-
hópsins má fyrst frægar telja hrossa-
flugur (Tipulidae), sem reyndar líkjast
ofvöxnum rykmýsflugum, sem hér
verður fjallað um á eftir. Ennfremur
teljast til ættmeiðs mýflugna, vetrarmý
(Trichoceridae), sveppamý (Mycetop-
hilidae), svarðmý (Sciaridae), fiðrilda-
mý (Psychodidae), bitmý (Simu-
liidae), moskítóflugur (Culicidae) auk
rykmýs (Chironomidae) og annarra
tegundafærri hópa. Það eru fyrst og
fremst moskítóflugur (Culicidae) og
bitmý (Simuliidae) sem hafa komið
óorði á ættmeiðinn með því að sjúga
blóð. Moskítóflugur hafa til skamms
tíma verið með skæðari óvinum
mannsins úr hópi skordýra, þar sem
nokkrar tegundir þeirra hafa borið
hættulega sjúkdóma manna á milli.
Af íslenskum skordýrum er bitmý
(Simuliidae) eitt í mýflugnahópnum
sem sýgur blóð úr fólki og öðrum
spendýrum (Peterson 1977) og á það
reyndar einvörðungu við um eina teg-
und sem víða er algeng í lindám, svo
sem í Laxá í Mývatnssveit (Gísli M.
Gíslason & Vigfús Jóhannsson 1985).
f Evrópu eru þekktar um 1400 teg-
undir rykmýs (Fittkau & Reiss 1978)
en á íslandi eru einungis til öruggar
heimildir um 63 tegundir. Annarra 20
tegunda hefur verið getið héðan, en
óvissa er með greiningu þeirra (Erling
Ólafsson munnl. uppl.). í Færeyjum
eru þekktar um 75 tegundir rykmýs
(Pedersen 1977) og á Bretlandseyjum
er getið um 439 tegundir í nýlegri út-
tekt (Pinder 1978). Fullljóst er þó að
með auknum rannsóknum á votlendi
hérlendis munu finnast fjölmargar nýj-
ar tegundir. Til dæmis má taka að
miklar rannsóknir fóru fram á lífríki
Mývatns og Laxár í S-Þingeyjarsýslu
og fundust þá 32 tegundir rykmýs í
Náttúrufræðingurinn 57 (1-2), bls 21-33,1987.
21