Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1987, Síða 27

Náttúrufræðingurinn - 1987, Síða 27
Erlendur Jónsson: Rykmý INNGANGUR í hugum fjölmargra eru mýflugur hálfgerð óargadýr sem ráðast á fólk og sjúga úr því blóð. Þetta er í raun al- rangt, því að nafnið mýfluga er sam- heiti yfir stóran ættmeið flugna og ein- ungis örfáar þeirra sjúga blóð en aðrar lifa af landsins gæðum. Flugur, sem með réttu eiga að heita tvívængjur (Diptera : di - tveir, pter- on — vængur), eru stærsti ættbálkur íslenskra skordýra. Einkenni þeirra er, eins og latneska nafnið bendir til, að þær bera tvo vængi alls. Það sem upprunalega var aftara vængjaparið er ummyndað í svonefnda kólfa, sem eru kylfulaga líffæri er sveiflast í takt við vængina. Gegna þeir m.a. hlutverki við skynjun á breytingum í flugstefnu. Flugum (Diptera) er oft skipt í þrjá meginhópa, allt eftir útliti og þroska- ferli flugnanna (Borror o.fl. 1975). Einn þessara meginhópa eru mýflugur (Nematocera), sem gjarnan eru grannvaxnar, með langa granna fætur og margliða fálmara. Til mýflugna- hópsins má fyrst frægar telja hrossa- flugur (Tipulidae), sem reyndar líkjast ofvöxnum rykmýsflugum, sem hér verður fjallað um á eftir. Ennfremur teljast til ættmeiðs mýflugna, vetrarmý (Trichoceridae), sveppamý (Mycetop- hilidae), svarðmý (Sciaridae), fiðrilda- mý (Psychodidae), bitmý (Simu- liidae), moskítóflugur (Culicidae) auk rykmýs (Chironomidae) og annarra tegundafærri hópa. Það eru fyrst og fremst moskítóflugur (Culicidae) og bitmý (Simuliidae) sem hafa komið óorði á ættmeiðinn með því að sjúga blóð. Moskítóflugur hafa til skamms tíma verið með skæðari óvinum mannsins úr hópi skordýra, þar sem nokkrar tegundir þeirra hafa borið hættulega sjúkdóma manna á milli. Af íslenskum skordýrum er bitmý (Simuliidae) eitt í mýflugnahópnum sem sýgur blóð úr fólki og öðrum spendýrum (Peterson 1977) og á það reyndar einvörðungu við um eina teg- und sem víða er algeng í lindám, svo sem í Laxá í Mývatnssveit (Gísli M. Gíslason & Vigfús Jóhannsson 1985). f Evrópu eru þekktar um 1400 teg- undir rykmýs (Fittkau & Reiss 1978) en á íslandi eru einungis til öruggar heimildir um 63 tegundir. Annarra 20 tegunda hefur verið getið héðan, en óvissa er með greiningu þeirra (Erling Ólafsson munnl. uppl.). í Færeyjum eru þekktar um 75 tegundir rykmýs (Pedersen 1977) og á Bretlandseyjum er getið um 439 tegundir í nýlegri út- tekt (Pinder 1978). Fullljóst er þó að með auknum rannsóknum á votlendi hérlendis munu finnast fjölmargar nýj- ar tegundir. Til dæmis má taka að miklar rannsóknir fóru fram á lífríki Mývatns og Laxár í S-Þingeyjarsýslu og fundust þá 32 tegundir rykmýs í Náttúrufræðingurinn 57 (1-2), bls 21-33,1987. 21
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.