Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1987, Page 28

Náttúrufræðingurinn - 1987, Page 28
Mývatni (Lindegaard 1979a). í Laxá og Kráká fundust 34 tegundir rykmýs (Lindegaard 1979b). Sumarið 1977 hófust enn frekari athuganir á rykmýi í Mývatnssveit, sem skiluðu á fyrstu tveimur árunum 5 tegundum sem ekki höfðu fundist þar áður (Erlendur Jóns- son o.fl. 1986). RYKMÝ Nafnið rykmý er hér einungis notað yfir eina ætt flugna sem á latínu er nefnd Chironomidae. íslenska heitið rykmý á sennilega rætur að rekja til lífshátta rykmýsins. Mergð rykmýs- flugna er á stundum mjög mikil, jafn- vel svo að dregur fyrir sólu líkt og í þreifandi moldroki. Mikil mergð ryk- mýsflugna á ákveðnum stöðum í tak- markaðan tíma stafar m.a. af því að lífsferlar rykmýs eru oft mjög sam- stilltir og mikil mergð flugna klekst á skömmum tíma úr vötnum þar sem lirfurnar vaxa (Oliver 1971). Flugurn- ar safnast gjarnan saman til mökunar svo tugum þúsunda skiptir. Mökun flugnanna fer fram í flugusveimum og eru sveimarnir mest áberandi á hlýjum kyrrviðrisdögum, en vindhviður feykja þá mýflugusveimunum til líkt og ryk væri. I ritinu Ein stutt undirrietting um Islands adskiljanlegar náttúrur sem Jón Guðmundsson lærði skrifaði um 1640 (sjá Halldór Hermannsson 1924) segir svo um mý: „Mý er iij. kyniad, hit smæsta siá at eins glöggskygn augu. Annad nockud stærra, sem er alment og blár farfi er af brendur. Þad þridia er vatnzmý, sem silungur eptir sækir, en þad elskar vötn- inn, og drepst þar so hrannar sem ara“. þessari lýsingu Jóns lærða kemur hvort tveggja fram, að mergð mý- flugna verður á stundum með ólíkind- um, en þessi merki fræðimaður vissi einnig að silungur sækir grimmt í að éta mýið sem hann segir að elski vötn- in. Lirfur rykmýsins ala aldur sinn í vötnum og skýrir það ást mýflugnanna á vötnum. Lirfustigi rykmýs lýkur með því að lirfurnar púpa sig, en í púpun- um myndbreytast lirfurnar í fullþroska flugur. LÍFSHÆTTIR Lífsferli rykmýsins má skipta í fjögur stig; egg, lirfu-, púpu- og flugu- stig (1. mynd). Af þessum stigum stendur lirfustigið lengst, og varir yfir- leitt frá nokkrum vikum upp í tvö ár og tekur meginhluta líftíma hverrar kynslóðar. Reyndar eru dæmi um að lífsferill rykmýs á hánorrænum svæð- um taki allt að 4 til 7 ár. Kvenflugan verpir eggjum sínum í einum massa í vatn og eru egg hverrar flugu nokkur hundruð. Eggjamassinn er dökkleit kúla við varp. Þegar hann lendir í vatninu bólgnar út slímhjúpur sem umlykur eggin. Röðun eggjanna í slímhjúpnum og lögun eggjamassans er mismunandi (Oliver 1971). Hjá tveimur undirættum rykmýs (Orthocl- adiinae og Diamesinae) eru eggjamass- arnir yfirleitt ílangir eða borðalaga og raðast eggin þvert á lengdarás slím- hjúpsins. Önnur meginform eggjamass- anna er kúlu-, peru-, eða sívalnings- lögun. Eggin eru þá ýmist óreglulega dreifð í slímhjúpnum eða raðast undir yfirborði hans. Eggjamassinn er léttur í sér og berst því oft um með straumum á meðan eggin eru að þroskast. Tegundir sem lifa í ám og lækjum festa eggjamassa sína við fast undirlag svo að þau berist ekki á haf út áður en lirfurnar ná að klekjast úr 22
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.