Náttúrufræðingurinn - 1987, Page 31
2. mynd. Fæðunám rykmýslirfa.
A. Rykmýstegundir sem lifa í rörlaga
húsum á grjóti éta ásætuþörunga og grot
sem safnast fyrir framan við húsdyrnar.
B. Á leðjubotni stöðuvatna lifa rykmýslirf-
ur í rörum sem þær byggja ofaní leðjuna.
]>ær éta grot af botninum og stinga þá
framendanum uppúr rörunum, teygja sig
niður að leðjunni og skófla henni upp í sig.
C. Nokkrar rykmýslirfur sem búa í rörum
lifa á svifþörungum og svifögnum sem þær
sía úr vatninu. Lirfurnar mynda straum í
gegnum rörin sem þær nýta sér til
fæðuöflunar með því að spinna net, sem
síar fæðuagnir úr vatninu, þvert fyrir göng-
in. (B og C byggðar á teikningum Bjarnov
í ritgerð Péturs M. Jónassonar 1969).
— Feeding strategies of chironomid larvae:
A. epilithic algae. B. sediment surface. C.
filtrator.
í líkamanum eru nokkurs konar
skuldasöfnun, því eyðing þeirra síðar
krefst súrefnis. Magni niðurbrotsefna í
líkama lirfanna eru takmörk sett og
þær þola súrefnisþurrð í takmarkaðan
tíma, þó mismunandi eftir tegundum.
Rykmýslirfur virðast hafa aðlagast
mjög víðu hitasviði. Hérlendis finnast
til dæmis lirfur rykmýstegundarinnar
Cricotopus sylvestris í allt að 41 gráðu
heitum laugum. I ritgerð sinni um
dýralíf í heitum laugum á íslandi lýsir
danski náttúrufræðingurinn Tuxen
(1944) lirfum þessarar tegundar svo:
„Lirfurnar lifa í rörum sem oft eru límd
saman úr þráðum bláþörunga. Rörin
eru títt á neðra borði steina eða á yfir-
borði rotnandi þörungateppis sem al-
gengt er á botni heitra lauga. Lirfurnar
má oft finna á sundi í laugunum og
synda þær þá með snöggum fettum og
sveigjum. Við athugun á fæðuleifum í
þörmum lirfanna fundust meðal annars
frumur bláþörunganna Symploca
thermalis Kutz. og Aphanocapsa sp.,
auk kísilþörunga af tegundunum Nitzs-
chia amphibia, Gomphonema sp. og
fleiri tegundir.“
Tuxen lýsti nákvæmlega öllum lífs-
25