Náttúrufræðingurinn - 1987, Page 51
7. mynd. Myndun grunnstæðs kvikuhólfs í jarðskorpu íslands. 1. Þykk silla (laggangur)
myndast, þar sem há lárétt þrýstispenna er til staðar, við innskot frá þró. 2. Sillan þenst út
og þróast í linsulaga hólf sem tekur að gjósa. Sum hólf stöðvast á þessu stigi, en önnur
þróast í kúlulaga (3) eða sívalningslaga (4) hólf. Yfirleitt má gera ráð fyrir að sívalnings-
lögun sé endanlega formið (Davis o.fl. 1974). — Formation of a shallow crustal magma
chamber in lceland. In this schematic illustration, conservation of volume and deformation
of host rock are ignored. 1. Formation of a thick sill as a result of intrusion from a deep-
seated reservoir (þró). 2. The sill expands and evolves into a lens-shaped magma chamber.
Some chambers stop at this stage, others may evolve into spherical chambers (3), but the
final sahpe is commonly that of a stock (Davis et al. 1984).
Fyrst er að átta sig á því hvernig
gangainnskot geta breytt spennusvið-
inu. Kvika sem treðst upp í jarðskorp-
una hefur ákveðinn yfirþrýsting, ella
gæti hún ekki skotist inn. Leiða má
rök að því að yfirþrýstingur basalt-
kviku vaxi á leið upp í gegnum skorp-
una og nái hámarki í því lagi skorp-
unnar sem hefur sama eðlismassa og
algengasta gerð basaltkviku hér á
landi, sem er þóleiít. Þetta lag er á 1 —
2 km dýpi innan gosbeltanna og er
45