Náttúrufræðingurinn - 1987, Side 52
1,5—3,0 km þykkt. Því er líklegast að
gangar valdi (tímabundið) hárri lá-
réttri þrýstispennu í lagi 2, þ. e. á 1-5
km dýpi, og á þessu dýpi er myndun
kvikuhófa því líklegust samkvæmt of-
angreindri tilgátu.
Enn líklegri er myndun kvikuhólfa,
samkvæmt þessari tilgátu, ef í jarð-
skorpunni skiptast á lin og hörð lög,
þannig að hörðu lögin taka á sig mest
af álaginu vegna ganganna og byggja
því upp mjög háa lárétta þrýstispennu.
Sá hluti jarðskorpu íslands sem hefur
myndast á ísöld er einmitt af þeirri
gerð, því að þar skiptast á fremur lin
lög úr móbergi og jökulseti og hörð
hraunlög. Þetta kann að skýra hvers
vegna hlutfallslega fleiri megineld-
stöðvar (sem flestar hafa grunnstæð
kvikuhólf) hafa verið virkar síðari
hluta ísaldar og á nútíma en á jafn-
löngum tímabilum á tertíer (Ágúst
Guðmundsson 1986a)
Tilgátan sem hér hefur verið rædd
kann einnig að skýra hvers vegna sum-
ar gangaþyrpingar á Vestfjörðum hafa
ekki náð að þróa megineldstöð. Þessar
þyrpingar hafa margar hverjar mun
minni gangaþéttleika en sambærilegar
þyrpingar á Austfjörðum (Ágúst Guð-
mundsson 1984), og því kann tíðni og
þéttleiki gangainnskota að hafa verið
of lítill til myndunar hárrar láréttar
þrýstispennu, og þar með myndunar
kvikuhólfs. Að auki fer saman að þar
sem gangaþéttleiki er lágur er flutning-
ur kviku upp í skorpuna hægur, og
þótt laggangur nái að myndast storkn-
ar hann fljótlega vegna vöntunar á
nýrri kviku úr þrónni fyrir neðan.
AFLFRÆÐI KVIKUHÓLFA
Skilyrði fyrir gosi úr grunnstæðu
kvikuhólfi eru þau sömu og fyrir gosi
úr djúpstæðri kvikuþró (jafna 1). Hins
vegar eru ýmsir eðlisfræðilegir eigin-
leikar efri hluta skorpu, þar sem
gangar úr hólfum troðast inn, aðrir en
neðsta hluta skorpu. Að auki eru
kvikuhólf talin albráðin en þrær hlut-
bráðnar. Hlutfall rúmmáls hólfs og
kviku í tilteknu gosi er því annað en
hjá þró. Unnt er að sýna fram á
(Ágúst Guðmundsson 1987) að í til-
teknu gosi sendi hólf frá sér um 0,05%
af rúmmáli sínu, sem er talsvert stærra
hlutfall en hjá kvikuþró. Lítum á
nokkur dæmi til skýringar.
Meðalrúmmál kviku sem flætt hefur
úr Kröfluhólfinu í 12 kvikuhlaupum og
gosum er 0,04 km3 (Eysteinn Tryggva-
son 1980). Samkvæmt ofangreindu er
rúmmál hólfsins 76 km3, og ef það er
kúlulaga þá er þvermál kúlunnar um 5
km. Þessum niðurstöðum ber vel sam-
an við athuganir á aflögun yfirborðs-
ins, sem eru í samræmi við kúlulaga
hólf (Eysteinn Tryggvason 1980), og á
jarðskjálftum, sem benda til þess að
Kröfluhólfið sé á 1-3 km dýpi og nái
niður á 7 km dýpi (Páll Einarsson
1978).
Þverskurðarflatarmál stórra inn-
skota (fornra kvikuhólfa) hér á landi er
að meðaltali 4,5 km2 (Ingvar B. Frið-
leifsson 1977). Mörg þessara innskota
eru talin sívalningslaga berghleifar (6.
mynd) (Cargill o. fl. 1928, Helgi
Torfason 1979). Þar sem skorpuþykkt
gosbeltisins er 8—10 km, er eðlilegt að
reikna með að mesta þykkt slíkra
berghleifa sé 8 km og meðalrúmmálið
því allt að 36 km3. Stærsti hleifurinn
hefur þverskurðarflatarmál 20 km2 og
ef hann er 8 km þykkur er rúmmál
hans 160 km3. Samkvæmt ofangreindu
yrði rúmmál gosefna og gangs úr
meðalstórum berghleifi 0,02 km3 en
tæplega 0,1 km3 úr þeim stærsta.
Þessar niðurstöður byggja á því að
togstyrkur jarðskorpu íslands sé 3—4
46