Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1987, Page 52

Náttúrufræðingurinn - 1987, Page 52
1,5—3,0 km þykkt. Því er líklegast að gangar valdi (tímabundið) hárri lá- réttri þrýstispennu í lagi 2, þ. e. á 1-5 km dýpi, og á þessu dýpi er myndun kvikuhófa því líklegust samkvæmt of- angreindri tilgátu. Enn líklegri er myndun kvikuhólfa, samkvæmt þessari tilgátu, ef í jarð- skorpunni skiptast á lin og hörð lög, þannig að hörðu lögin taka á sig mest af álaginu vegna ganganna og byggja því upp mjög háa lárétta þrýstispennu. Sá hluti jarðskorpu íslands sem hefur myndast á ísöld er einmitt af þeirri gerð, því að þar skiptast á fremur lin lög úr móbergi og jökulseti og hörð hraunlög. Þetta kann að skýra hvers vegna hlutfallslega fleiri megineld- stöðvar (sem flestar hafa grunnstæð kvikuhólf) hafa verið virkar síðari hluta ísaldar og á nútíma en á jafn- löngum tímabilum á tertíer (Ágúst Guðmundsson 1986a) Tilgátan sem hér hefur verið rædd kann einnig að skýra hvers vegna sum- ar gangaþyrpingar á Vestfjörðum hafa ekki náð að þróa megineldstöð. Þessar þyrpingar hafa margar hverjar mun minni gangaþéttleika en sambærilegar þyrpingar á Austfjörðum (Ágúst Guð- mundsson 1984), og því kann tíðni og þéttleiki gangainnskota að hafa verið of lítill til myndunar hárrar láréttar þrýstispennu, og þar með myndunar kvikuhólfs. Að auki fer saman að þar sem gangaþéttleiki er lágur er flutning- ur kviku upp í skorpuna hægur, og þótt laggangur nái að myndast storkn- ar hann fljótlega vegna vöntunar á nýrri kviku úr þrónni fyrir neðan. AFLFRÆÐI KVIKUHÓLFA Skilyrði fyrir gosi úr grunnstæðu kvikuhólfi eru þau sömu og fyrir gosi úr djúpstæðri kvikuþró (jafna 1). Hins vegar eru ýmsir eðlisfræðilegir eigin- leikar efri hluta skorpu, þar sem gangar úr hólfum troðast inn, aðrir en neðsta hluta skorpu. Að auki eru kvikuhólf talin albráðin en þrær hlut- bráðnar. Hlutfall rúmmáls hólfs og kviku í tilteknu gosi er því annað en hjá þró. Unnt er að sýna fram á (Ágúst Guðmundsson 1987) að í til- teknu gosi sendi hólf frá sér um 0,05% af rúmmáli sínu, sem er talsvert stærra hlutfall en hjá kvikuþró. Lítum á nokkur dæmi til skýringar. Meðalrúmmál kviku sem flætt hefur úr Kröfluhólfinu í 12 kvikuhlaupum og gosum er 0,04 km3 (Eysteinn Tryggva- son 1980). Samkvæmt ofangreindu er rúmmál hólfsins 76 km3, og ef það er kúlulaga þá er þvermál kúlunnar um 5 km. Þessum niðurstöðum ber vel sam- an við athuganir á aflögun yfirborðs- ins, sem eru í samræmi við kúlulaga hólf (Eysteinn Tryggvason 1980), og á jarðskjálftum, sem benda til þess að Kröfluhólfið sé á 1-3 km dýpi og nái niður á 7 km dýpi (Páll Einarsson 1978). Þverskurðarflatarmál stórra inn- skota (fornra kvikuhólfa) hér á landi er að meðaltali 4,5 km2 (Ingvar B. Frið- leifsson 1977). Mörg þessara innskota eru talin sívalningslaga berghleifar (6. mynd) (Cargill o. fl. 1928, Helgi Torfason 1979). Þar sem skorpuþykkt gosbeltisins er 8—10 km, er eðlilegt að reikna með að mesta þykkt slíkra berghleifa sé 8 km og meðalrúmmálið því allt að 36 km3. Stærsti hleifurinn hefur þverskurðarflatarmál 20 km2 og ef hann er 8 km þykkur er rúmmál hans 160 km3. Samkvæmt ofangreindu yrði rúmmál gosefna og gangs úr meðalstórum berghleifi 0,02 km3 en tæplega 0,1 km3 úr þeim stærsta. Þessar niðurstöður byggja á því að togstyrkur jarðskorpu íslands sé 3—4 46
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.