Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1987, Side 55

Náttúrufræðingurinn - 1987, Side 55
1) Öll eldstöðvakerfi hér á landi hafa hlutbráðnar kvikuþrær á 8-10 km dýpi. Meðalkvikuinnihald þróar er áætlað 25%, en efsti hluti flestra er albráðinn. Þverskurðarflatarmál þróar er talið svipað flatarmáli þess eld- stöðvakerfis sem hún veitir kviku til, en mesta þykkt þróar er 14 km. 2) Sum eldstöðvakerfi, einkum þau sem hafa vel þróaða megineldstöð, hafa að auki grunnstætt kvikuhóf sem staðsett er í skorpunni. Slík hóf eru yfirleitt albráðin, eru á 1—3 km dýpi og hafa rúmmál á bilinu 20—200 km3. Þau eru ýmist linsulaga, kúlulaga eða sívalningslaga, og mörg virðast fá á sig síðast nefndu lögunina með tímanum. 3) Kvikuþrær eru taldar myndast á þeim svæðum undir skorpunni þar sem hún er veik og þunn, miðað vð skorp- una í næsta nágrenni, en þar eru gliðn- unarhreyfingar jafnframt tíðastar. Kvika í möttli leitar inn undir þessi svæði og safnast þar fyrir. 4) Kvikuhólf eru talin myndast þannig að gangar byggi upp tíma- bundna lárétta þrýstispennu sem leiði til myndunar laggangs (sillu), sem síð- an þróist yfir í kvikuhólf. Eitt skilyrði þess að laggangur þenjist út og þróist í kvikuhólf er að honum berist kvika nægilega ört og í nægilegu magni til að hann storkni ekki. Myndun kviku- hólfa, og þar með megineldstöðva, virðist hafa verið auðveldari á síðari hluta ísaldar en á tertíer, og kann skýr- ingin að liggja í því að set- og móbergs- lög ísaldar, þegar þau hafa grafist í gosbeltunum, auðveldi myndun hárrar láréttrar þrýstispennu og þar með myndun kvikuhólfa. 5) Færð eru rök að því að rúmmál gangs og gosefna í hverju gosi sé að meðaltali um 0,02% af heildarrúm- máli þróar en 0,05% af heildarrúm- máli hólfs. Út frá metnu rúmmáli hólfa felur þetta í sér að mesta magn gos- og gangefna í einstöku gosi úr hólfi, að því gefnu að hólfið fái ekki teljandi magn af kviku neðan úr þró meðan á gosi stendur, er undir 0,25 km3 og venjulega undir 0,1 km3. 6) Bent er á að mörg söguleg gos, sem venjulega hafa verið talin sem eitt gos, kunni að hafa verið goshrina sem samanstóð af mörgum gosum. Kviku- hólf ná að hlaða sig milli gosa í slíkri hrinu og metið rúmmál sögulegra gosa er því ekki nothæfur mælikvarði á rúmmál hólfa eða þróa sem gáfu þau af sér. Komist er að þeirri niðurstöðu að dæmigerð söguleg gos, samkvæmt þessari nýju skilgreiningu á gosi, geti verið ættuð úr grunnstæðum kviku- hólfum. ÞAKKIR Ég þakka Vísindasjóði fyrir styrki til rannsókna á innskotum og kvikuhólf- um og Páli Einarssyni og Guðrúnu Larsen fyrir yfirlestur og gagnlegar ábendingar. HEIMILDIR Ágúst Guðmundsson. 1984. Tectonic aspects of dykes in northwestern Iceland. - Jökull 34- 81-96. Ágúst Guðmundsson. 1986a. Formation of crus- tal magma chambers in Iceland. - Geology 14: 164-166. Ágúst Guðmundsson. 1986b. Mechanical aspects of postglacial volcanism and tecto- nics of the Reykjanes Peninsula, southwest Iceland. - J. Geophys. Res. 91: 12711- 12721. Ágúst Guðmundsson. 1987. Formation and mechanics of magma reservoirs in Iceland. - Geophys. J. R. astr. Soc. (í prentun). 49
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.