Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1987, Blaðsíða 60

Náttúrufræðingurinn - 1987, Blaðsíða 60
Ritfregnir FUGLAR ÍSLANDS Hjálmar R. Bárðarson Höfundur gaf út Reykjavík 1986, 336 bls. Undanfarin misseri hafa verið íslenskum náttúruunnendum gjöful hvað bókakost snertir. Hvert ritið á fætur öðru um nátt- úru íslands hefur rekið á fjörurnar. Er tími til kominn að gera grein fyrir einum hinum mesta hvalrekanum. Eru það Fuglar ís- lands eftir Hjálmar R. Bárðarson. Hjálm- ar er löngu víðkunnur af ljósmyndum sín- um, og hefur hann áður gefið út sýnishorn af myndasafni sínu í tveimur stórum bókum. Þeim sem skoðað hafa ís og eld og ísland. Svip lands og þjóðar dylst ekki að höfundur leggur sál sína og metnað í þess- ar bækur. Fuglar íslands er ekki síður full metnaðar en fyrri bækurnar. Bókin er 336 bls. í stóru broti. í henni er um 500 ljós- myndir, teikningar og kort, og þar af eru tæplega 400 litmyndir. Mikið lesmál er í bókinni. Fyrsti kafli bókarinnar: Heimur manna og fugla er n.k. inngangur og fjallar um umgengni manna við fugla og ýmsilegt í atferli fuglanna. Annar kaflinn ber nafnið Síðasti geirfuglinn. Þar er gerð grein fyrir útrýmingu geirfuglsins. Er sú saga einkar fróðleg og umhugsunarverð. f þriðja kafl- anum er sagt frá helstu einkennum ís- lensku fuglafánunnar og getið helstu staða á landinu sem áhugaverðir eru til fugla- skoðunar. í næstu ellefu köflum eru ljósmyndir af öllum íslenskum varpfuglum auk ýmissa flækingsfugla og fargesta, en ljósmyndirn- ar eru, eins og gefur að skilja, aðaluppi- staða bókarinnar. Fuglunum er að mestu skipt milli kafla eftir því í hvers konar kjörlendi þeir búa. Dæmi um þessa kafla eru: Strandfuglar, bjargfuglar; eyjar og sker; og hálendið. Þessi kaflaskipting hygg ég að sé góð því að hún auðveldar lesand- anum að gera sér grein fyrir hvar fuglanna er von. Höfundur hefur kosið að helga öndum og ránfuglum sérstaka kafla, og sérstakur kafli er um gesti og stopula varp- fugla. Er síðastnefndi kaflinn nokkuð sundurleitur því að þar er blandað saman fuglum sem fara um ísland vor og haust, — sk. fargestum, — og flækingsfuglum, sumum mjög sjaldgæfum, öðrum al- gengum. Hjálmar hefur lagt alúð við að ná góðum ljósmyndum af öllum fuglum, sem eitthvað kveður að hér á landi, þ.á m. öllum varp- fuglum. Nokkuð kemur því á óvart að ekki skuli vera myndir af blesgæs og bjartmáfi. Á móti kemur að í bókinni er mikil mynda- röð af keldusvíni, en þar skýtur Hjálmar flestum öðrum fuglaskoðurum ref fyrir rass, því að keldusvínið er eitt vandfundn- asta kvikindi á landinu. Fuglar eru líklega með erfiðasta mynd- efni sem Ijósmyndari getur fengist við. Fyrst er að leysa tæknileg vandamál við að komast sem næst fuglinum. Lýsir Hjálmar þeirri glímu í sérstökum kafla. Val mynda til birtingar er ekki síður vandaverk. Ekki er nóg að birta myndir sem sýna fuglinn sem best, þannig að helstu sérkenni hans sjáist. Slíkar myndir er góðar til sfns brúks, Náttúrufræðingurinn 57 (1-2), bls. 54-56, 1987 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.