Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1987, Síða 64

Náttúrufræðingurinn - 1987, Síða 64
fuglar eru varðveittir í öðrum opinber- um söfnum svo og einkasöfnum. Nokkrir hamir eru í Dýrafræðisafninu í Kaupmannahöfn (Zoologisk Muse- um) og eru þeir merktir með ZM- númeri. Loks er finnanda getið eða prentaðra heimilda, þó einungis þeirrar fyrstu, ef fyllri upplýsingar hafa ekki komið fram í síðari heim- ildum. Eftirfarandi skammstafanir og tákn eru notuð: ð = karlfugl, 9 = kven- fugl, imm = ungfugl, ef ekki er um frekari aldursgreiningu að ræða, ad = fullorðinn, FD = fundinn dauður, N = náð, en óvíst um afdrif. í nokkrum tilfellum hafa ungfuglar verið greindir til aldurs og eru þá not- uð hugtök eins og „á fyrsta hausti“, „á fyrsta vetri“, „ársgamall“, „á öðru hausti" o.s.frv. Þetta á einkum við um dvergmáfa og hringmáfa (Larus del- awarensis). Aldur allra hringmáfa hef- ur verið ákvarðaður, enda er það ein af forsendum fyrir greiningu þeirra. Upplýsingar um lifnaðarhætti og út- breiðslu eru fengnar úr þriðja bindi ritsins „The Birds of the Western Pale- arctic“ (Cramp & Simmons 1983). Til þess að forðast endurtekningar er ekki vitnað frekar í þessa heimild. Röð teg- unda og latneskar nafngiftir fylgja Vo- ous (1977) og íslensk nöfn eru sam- kvæmt 3. útgáfu þýðingar Finns Guð- mundssonar á „Fuglum fslands og Evrópu“ (Peterson, Mountford & Hollom 1962). Einkennum tegundanna er yfirleitt ekki lýst, en bent skal á „Fugla íslands og Evrópu“. Hér er fjallað um þrjár tegundir, sem ekki er getið í þeirri bók, en þær eru tiltölulega nýir flæk- ingar í Evrópu. Það eru hláturmáfur (Larus atricilla), sléttumáfur (Larus pipixcan) og hringmáfur. Útliti þeirra er lýst eins og unnt er í stuttu máli. BÚNINGAR OG TEGUNDA- GREINING Máfar verða ekki greindir til kyns úti í náttúrunni. Þó getur verið nokkur stærðar- og litarmunur á kynjum. Bún- ingur ungfugla er hins vegar oftast frá- brugðinn búningi fullorðinna fugla. Oft er ungfuglabúningur skyldra teg- unda svipaður, og getur það torveldað greiningu þeirra. Allir fuglar skipta um fjaðrir a.m.k. einu sinni á ári. Máfar skipta að hluta til um búning á fyrsta hausti. Þá fella fuglarnir flestar höfuð- og bolfjaðrir. Eftir það fella þeir fjaðrir tvisvar á ári, aðallega á haustin, en einnig að nokkru á vorin. Þær tegundir, sem hafa hettu á sumrin, missa hana að meira eða minna leyti á haustin. Öfugt við aðra máfa, sem hér verður minnst á, skipta fullorðnir þernumáfar algjör- lega um fjaðrir á vorin, en að hluta til á haustin, og ungfuglar þeirra halda búningi sínum fyrsta árið. Sléttumáfar skipta alveg um búning tvisvar á ári, nema á fyrsta hausti. Nokkuð er mismunandi hve langan tíma það tekur máfa að fá fullorðins- búning. Stórir máfar fá þann búning oftast á fjórða vetri, en minni máfar nokkru fyrr. Af þeim tegundum, sem hér er fjallað um, fá trjámáfar, rósa- máfar og ísmáfar fullorðinsbúning á öðrum vetri, sléttumáfar og þernumáf- ar á öðru sumri (tveggja ára), en hláturmáfar, dvergmáfar og hringmáf- ar á þriðja vetri. Þeim sem vilja kynna sér betur greiningu og búninga máfa á hinum ýmsu aldursskeiðum skal bent á Grant (1986). 58
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.